Er sambandið þitt í hættu?

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi er með góð sambandsráð.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi er með góð sambandsráð. mbl.is/Árni Sæberg

„Flest viljum við eiga falleg og góð sambönd og erum tilbúin að leggja heilmikið á okkur til að gera þau eins dásamleg og hægt er. Stundum er þó eins og okkur takist ekki að ná þessu takmarki okkar þrátt fyrir góðan vilja, og því eru skilnaðir kannski eins tíðir og raun ber vitni,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli: 

En hvað þarf til að sambönd geti átt sér farsælt líf í gleði fyrir báða aðila?

Eftir því sem ég hef lesið og kynnt mér að frátöldu því sem ég veit af eigin reynslu þá er það þannig að við þurfum að vera dugleg að skoða og bæta samböndin okkar dag frá degi og líta aldrei á það sem sjálfsagðan hlut að hafa manneskju við hlið okkar sem elskar okkur og vill lifa lífinu með okkur. Og ef við skoðum grunnstoðir sambanda þá eru nokkur atriði sem skipta meira máli en mörg önnur og mig langar að benda á nokkur þeirra hér.

En munum að ástartungumálin eru nokkur og ekki víst að báðir aðilar falli inn í sama flokk þar.

Yfirleitt er talað um að þessi ástartungumál séu fimm talsins, gjafir, snerting, þjónusta, orð og gæðastundir.

Afar mismunandi er hvað af þessu á við maka okkar. Ég hvet alla til að kynna sér ástartungumál maka síns og sjá hvað af þessu gleður hann mest, held að það gæti forðað mörgum skilnaðinum (hægt er að finna próf á netinu sem hjálpa ykkur að finna ykkar tungumál).

Traust, vinátta, skuldbinding, samræður og tilfinningaleg viðtaka eru grunnstoðir þess að sambönd virki eðlilega, og í heilbrigðum samböndum er ástin tjáð reglulega frá báðum aðilum með ýmsum hætti. Auðvitað eru táningaformin misjöfn en í flestum tilfellum er ástin tjáð með tíðum faðmlögum, innilegum orðum, nánd í kynlífi og fleira. Eins reyna pörin yfirleitt að finna sér sameiginleg markmið og áhugamál sem þau geta sinnt í sameiningu og þau taka þátt í lífi hvert annars í gleði þess og sorg. Báðir aðilar geta oftast sett sig í spor hins og séð hlutina frá hans eða hennar sjónarmiði og þeir ræða málin þar til lausn er fundin.

Þeim tekst vel að greiða úr flækjum og erfiðleikum sambandsins og finna málamiðlun sem leysir úr flækjum sambandsins. Þeir hvetja hvor annarstil að vaxa og dafna, og standa við hlið hvor annars í blíðu og stríðu. Þeir veita hvor öðrum frelsi og virða mörk hvor annars. Þeir eru verndandi á sambandið og tala fallega og af stolti um hinn aðilann.

Báðir aðilar sambandsins gera sér grein fyrir því að það þarf að næra sambandið með ýmsu móti svo að það dafni vel og þeir framkvæma það sem til þarf til að gera sambandið sterkara og sterkara með hverju nærandi augnabliki sem þeir setja inn í það.

Gott ráð til að viðhalda rómantíkinni er til dæmis að hafa sérstök deitkvöld einu sinni í mánuði eða oftar og svo eru óvæntar gjafir og uppákomur yfirleitt vinsælar ásamt mörgu öðru sem gleðja annan aðilann eða báða.

En þegar samböndin eru komin á þann stað að þau gleðja ekki heldur valda vanlíðan eru eftirtalin atriði allt of oft til staðar.

Samræðurnar eru fylltar hæðni, biturleika og neikvæðni. Útásetningar og neikvæðni varðandi persónuleika makans eru tíðar og jafnvel fullar fyrirlitningar. Allt of oft er gripið til varna og reiðiköst notuð, og allt of algengt er að aðilarnir kenni hvor öðrum um að allt sé í ólagi í sambandinu. Jafnvel virðist stundum vera eins og aðilar sambandsins séu hvor í sínu liðinu og ætli sér að vinna stríðið með góðu eða illu í stað þess að horfa á sig sem samherja sem leita í sameiningu að lausn. Oft verða smáatriði að stórmálum þegar sambandið er komið á þetta stig og ástaratlotin minnka smá saman eða hverfa að mestu eða öllu úr sambandinu.

Vanliðan er algeng og líkamleg einkenni fara að láta bera á sér með tilheyrandi kvíðatengdum tilfinningum og depurð. Sjaldan takast tilraunir sem gerðar eru til að laga sambandið eða sem ætlað er að draga úr spennu, og ekki finnast lausnir og málamiðlanir.

Ef þú kannast við eitthvað af þessum erfiðu atriðum hér að ofan þá er spurning um að fara að skoða málin af festu og finna rétta aðstoð svo að hægt sé að skipta þessum leiðindum út fyrir betri og næringarríkari nálgun ef mögulegt er. Og það er hægt að gera svo margt til að næra sambandið, og með ákveðni er hægt að bæta inn í sambandið dag hvern litlum atriðum sem geta svo sannarlega gert kraftaverk. Atriðum eins og að: Sýna oftar væntumþykju, aðdáun, atlot, vera óspar/spör á ástarorð, senda falleg skilaboð eða skrifa falleg orð á blað. Snúa að makanum í stað þess að snúa frá honum, hlusta á makann án þess að grípa stöðugt til varna og fara í mótþróa. Leysa síðan í vinsemd úr vandamálunum með því að leita leiða til að bæta ástandið, gera fallega og skemmtilega (óvænta) hluti saman og byggja þannig upp framtíð þar sem tilfinningaleg opnun, faðmlög, jákvæðni, kossar og velvild ráða ríkjum.

Uppskeran gæti komið verulega á óvart og hver veit nema þið gætuð bara lifað happily ever after. Stundum þarf þó að fá þriðja aðila (ráðgjafa) inn í málin þegar þau eru komin á erfiðan stað og ég hvet pör eindregið til þess að leita aðstoðar fyrr en seinna. Rannsóknir sýna nefnilega að pör eru að koma í ráðgjöf þegar allt er orðið um seinan, og ef ég man rétt þá að meðaltali um 6 árum of seint. Svo ekki bíða og ekki gera ekki neitt. Það er yfirleitt ekkert grænna grasið hinum megin við hólinn, og líklega tækjum við hvort sem er skapgerðabrestina okkar og alla sætu gallana með inn í næsta samband og þyrftum þá hvort sem er að vinna úr þeim þar. Miklu betra að gera þetta bara núna, það er ekki eftir neinu að bíða!

mbl.is

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

Í gær, 23:59 Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

Í gær, 21:00 Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

Í gær, 18:00 „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

Í gær, 15:00 „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

Í gær, 12:00 Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

Í gær, 09:00 Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

í fyrradag „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

Í gær, 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

í fyrradag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

í fyrradag Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

í fyrradag Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

í fyrradag Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »

Flutti til Danmerkur og lærði að vefa

í fyrradag Ida María Brynjarsdóttir stundar nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Hún elskar handavinnu og hefur unum af því að gera fallegt í kringum sig. Sjálf er Ida 20 ára stúlka sem er alin upp í Borgarfirðinum. Meira »

Hugguleg heimaskrifstofa í Holtunum

í fyrradag Júlía Runólfsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnandi Studio Holt, hefur komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Reykjavík. Meira »

Ástæður fyrir því að konur blotna ekki

15.10. Hormónar, sápur, stress og lélegur bólfélagi geta allt átt sinn þátt í því að konur blotna ekki í kynlífi.   Meira »

Vandað og fallegt heimili

15.10. Litapallettan er heillandi á þessu fallega heimili sem staðsett er í Suður-Afríku. Fyrirtækið ARRCC sá um innanhússhönnun heimilisins og er djarft litaval og fjölbreyttur efniviður áberandi á heimilinu. Húsið sjálft var hannað af Zuckerman Sachs-arkitektastofunni. Meira »

Svöl 74 fm íbúð í Kópavogi

í fyrradag Við Þinghólsbraut í Kópavogi er falleg 74 fm íbúð þar sem hver fermertri er nýttur til fulls. Gráir og hvítir tónar mætast á sjarmerandi hátt. Meira »

Förðunarmistök sem skal varast

15.10. Það vill enginn fá bólur af vegna förðunarburstanir eru ekki þrifnir eða líta út eins og trúður af því að kinnaliturinn er settur á á rangan hátt. Meira »

Kvöldrútína farsælla kvenna

15.10. Á meðan Ellen DeGeneres og Jennifer Aniston hugleiða fyrir svefninn þá fer Gwyenth Paltrow í heitt bað. Kvöldrútínan skiptir ekki síður máli en morgunrútínan. Meira »

„Bara ég og strákarnir“

15.10. Melania Trump hefði getað sungið þessi orð Emmsjé Gauta er hún klæddist jakkafötum rétt eins og eiginmaður sinn og forsætisráðherra Kanada gerðu þegar Trudeau-hjónin heimsóttu Hvíta húsið. Meira »