Er sambandið þitt í hættu?

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi er með góð sambandsráð.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi er með góð sambandsráð. mbl.is/Árni Sæberg

„Flest viljum við eiga falleg og góð sambönd og erum tilbúin að leggja heilmikið á okkur til að gera þau eins dásamleg og hægt er. Stundum er þó eins og okkur takist ekki að ná þessu takmarki okkar þrátt fyrir góðan vilja, og því eru skilnaðir kannski eins tíðir og raun ber vitni,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli: 

En hvað þarf til að sambönd geti átt sér farsælt líf í gleði fyrir báða aðila?

Eftir því sem ég hef lesið og kynnt mér að frátöldu því sem ég veit af eigin reynslu þá er það þannig að við þurfum að vera dugleg að skoða og bæta samböndin okkar dag frá degi og líta aldrei á það sem sjálfsagðan hlut að hafa manneskju við hlið okkar sem elskar okkur og vill lifa lífinu með okkur. Og ef við skoðum grunnstoðir sambanda þá eru nokkur atriði sem skipta meira máli en mörg önnur og mig langar að benda á nokkur þeirra hér.

En munum að ástartungumálin eru nokkur og ekki víst að báðir aðilar falli inn í sama flokk þar.

Yfirleitt er talað um að þessi ástartungumál séu fimm talsins, gjafir, snerting, þjónusta, orð og gæðastundir.

Afar mismunandi er hvað af þessu á við maka okkar. Ég hvet alla til að kynna sér ástartungumál maka síns og sjá hvað af þessu gleður hann mest, held að það gæti forðað mörgum skilnaðinum (hægt er að finna próf á netinu sem hjálpa ykkur að finna ykkar tungumál).

Traust, vinátta, skuldbinding, samræður og tilfinningaleg viðtaka eru grunnstoðir þess að sambönd virki eðlilega, og í heilbrigðum samböndum er ástin tjáð reglulega frá báðum aðilum með ýmsum hætti. Auðvitað eru táningaformin misjöfn en í flestum tilfellum er ástin tjáð með tíðum faðmlögum, innilegum orðum, nánd í kynlífi og fleira. Eins reyna pörin yfirleitt að finna sér sameiginleg markmið og áhugamál sem þau geta sinnt í sameiningu og þau taka þátt í lífi hvert annars í gleði þess og sorg. Báðir aðilar geta oftast sett sig í spor hins og séð hlutina frá hans eða hennar sjónarmiði og þeir ræða málin þar til lausn er fundin.

Þeim tekst vel að greiða úr flækjum og erfiðleikum sambandsins og finna málamiðlun sem leysir úr flækjum sambandsins. Þeir hvetja hvor annarstil að vaxa og dafna, og standa við hlið hvor annars í blíðu og stríðu. Þeir veita hvor öðrum frelsi og virða mörk hvor annars. Þeir eru verndandi á sambandið og tala fallega og af stolti um hinn aðilann.

Báðir aðilar sambandsins gera sér grein fyrir því að það þarf að næra sambandið með ýmsu móti svo að það dafni vel og þeir framkvæma það sem til þarf til að gera sambandið sterkara og sterkara með hverju nærandi augnabliki sem þeir setja inn í það.

Gott ráð til að viðhalda rómantíkinni er til dæmis að hafa sérstök deitkvöld einu sinni í mánuði eða oftar og svo eru óvæntar gjafir og uppákomur yfirleitt vinsælar ásamt mörgu öðru sem gleðja annan aðilann eða báða.

En þegar samböndin eru komin á þann stað að þau gleðja ekki heldur valda vanlíðan eru eftirtalin atriði allt of oft til staðar.

Samræðurnar eru fylltar hæðni, biturleika og neikvæðni. Útásetningar og neikvæðni varðandi persónuleika makans eru tíðar og jafnvel fullar fyrirlitningar. Allt of oft er gripið til varna og reiðiköst notuð, og allt of algengt er að aðilarnir kenni hvor öðrum um að allt sé í ólagi í sambandinu. Jafnvel virðist stundum vera eins og aðilar sambandsins séu hvor í sínu liðinu og ætli sér að vinna stríðið með góðu eða illu í stað þess að horfa á sig sem samherja sem leita í sameiningu að lausn. Oft verða smáatriði að stórmálum þegar sambandið er komið á þetta stig og ástaratlotin minnka smá saman eða hverfa að mestu eða öllu úr sambandinu.

Vanliðan er algeng og líkamleg einkenni fara að láta bera á sér með tilheyrandi kvíðatengdum tilfinningum og depurð. Sjaldan takast tilraunir sem gerðar eru til að laga sambandið eða sem ætlað er að draga úr spennu, og ekki finnast lausnir og málamiðlanir.

Ef þú kannast við eitthvað af þessum erfiðu atriðum hér að ofan þá er spurning um að fara að skoða málin af festu og finna rétta aðstoð svo að hægt sé að skipta þessum leiðindum út fyrir betri og næringarríkari nálgun ef mögulegt er. Og það er hægt að gera svo margt til að næra sambandið, og með ákveðni er hægt að bæta inn í sambandið dag hvern litlum atriðum sem geta svo sannarlega gert kraftaverk. Atriðum eins og að: Sýna oftar væntumþykju, aðdáun, atlot, vera óspar/spör á ástarorð, senda falleg skilaboð eða skrifa falleg orð á blað. Snúa að makanum í stað þess að snúa frá honum, hlusta á makann án þess að grípa stöðugt til varna og fara í mótþróa. Leysa síðan í vinsemd úr vandamálunum með því að leita leiða til að bæta ástandið, gera fallega og skemmtilega (óvænta) hluti saman og byggja þannig upp framtíð þar sem tilfinningaleg opnun, faðmlög, jákvæðni, kossar og velvild ráða ríkjum.

Uppskeran gæti komið verulega á óvart og hver veit nema þið gætuð bara lifað happily ever after. Stundum þarf þó að fá þriðja aðila (ráðgjafa) inn í málin þegar þau eru komin á erfiðan stað og ég hvet pör eindregið til þess að leita aðstoðar fyrr en seinna. Rannsóknir sýna nefnilega að pör eru að koma í ráðgjöf þegar allt er orðið um seinan, og ef ég man rétt þá að meðaltali um 6 árum of seint. Svo ekki bíða og ekki gera ekki neitt. Það er yfirleitt ekkert grænna grasið hinum megin við hólinn, og líklega tækjum við hvort sem er skapgerðabrestina okkar og alla sætu gallana með inn í næsta samband og þyrftum þá hvort sem er að vinna úr þeim þar. Miklu betra að gera þetta bara núna, það er ekki eftir neinu að bíða!

mbl.is

Bara þvæla að nota ediksblandað vatn

15:00 Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, er með ráð undir rifi hverju. Hún mælir með því að fólk byrji tímanlega að huga að jólahreingerningunni í stað þess að eyða aðventunni í stress og streitu. Meira »

Hvað segir heimilið um þig?

12:00 Þegar kemur að kynlífi er sagt að eftir því sem allt er fullkomnara á heimilinu, því minna eru hjón náin. En hjónaráðgjafar voru sammála um að þau hjón sem koma vegna örðugleika í svefnherberginu væru oftar en ekki „hin fullkomnu hjón“ út á við. Meira »

Smörtustu jólafötin 2017

09:00 Sú hefð að halda jólaboð í vinnunni er vinsæl um þessar mundir. Hvort sem um er að ræða Pálínuboð eða jólaskemmtun með dans og söng er eitt á hreinu og það er að mikil gleði og tengsl myndast í þessum boðum. Og fötin skipta miklu máli. Meira »

Var eitt ár að kynna sér innihaldsefni

06:00 Dark Force of Pure Nature er rakasprey fyrir andlit hannað af þeim Ásgeiri Hjartarsyni og Bergþóru Þórsdóttur, eigendum förðunarskólans Mask Academy. Rakaspreyið, sem er meðal annars unnið úr þara, gefur húðinni aukinn raka, vörn og ljóma. Meira »

Tískuamman settist í hönnunarstólinn

Í gær, 23:59 Iris Apfel er 96 ára með eftirtektaverðan fatastíl. Apfel kann ekki bara að meta fallega fatahönnun heldur líka húsgagnahönnun og hefur hannað sína eigin húsgagnalínu. Meira »

Fólk með vefjagigt ætti að forðast þetta

Í gær, 21:00 Auðvitað erum við öll mismunandi og hinar ýmsu fæðutegundir fara misvel í fólk. Þó hafa ýmsar rannsóknir sýnt að ákveðnar fæðutegundir geta virkað ertandi og ýtt undir enn meiri bólgur í líkamanum, ásamt því að hafa áhrif á taugakerfið. Meira »

Smart og klassísk jólaförðun

í gær Jólin eru á næsta leiti og margar farnar að huga að því hverju þær ætla að klæðast um jólin. Jólakjóllinn er eitt en förðunin er ekki síður mikilvæg. Snyrtivörumerkið Max Factor veit hvernig við eigum að nota vörurnar sem það framleiðir og er hægt að læra fantaflott og heillandi trix hér. Meira »

Ertu búin að fá þér myrru fyrir jólin?

Í gær, 18:00 Þar sem þakkargjörðarhátíðin er nýafstaðin er kominn tími til að spá í ilmvatnið fyrir jólin. Jólamánuðurinn er tími spennu og tilhlökkunar og þá skiptir miklu að ilmkjarninn styðji við það ástand sem mann langar að vera í fyrir jólin. Meira »

Bjuggu til jólatré úr klósettburstum

í gær Frænkurnar Sigrún Ella og Þórdís bjuggu til jólatré úr klósettpappír í ár. Áður hafa þær meðal annars búið til jólatré úr 85 klósettburstum. Vinnan við öðruvísi og frumleg jólatré styttir biðina eftir jólunum. Meira »

Jóladressið enn þá í vinnslu

í gær Elísabet Gunnarsdóttir á Trendnet.is er ein best klædda kona landsins. Hún er búsett í Svíþjóð og verður þar um jólin ásamt manni sínum og börnum. Hún segir að þessi árstími kalli á rauðan varalit og pallíettur. Meira »

Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana

í gær Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta. Meira »

78 ára og saknar sjálfsfróunar

í fyrradag „Ég er 78 ára og hef notið þess að stunda kynlíf með sjálfri mér. Að undanförnu hef ég stundað mjög æsandi kynlíf en get ekki fróað mér.“ Meira »

Vill hafa hlýlegt í kringum sig

í fyrradag Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa. Meira »

170 milljóna einbýli við Skildinganes

15.12. Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu. Meira »

Svona færðu „stærra“ hár

15.12. Hvern dreymir ekki um að hafa góða lyftingu í hárinu og að hárið verði þannig að það geisli af heilbrigði. Baldur Rafn Gylfason ætlar að kenna okkur gott trix til að fá „stærra“ hár. Meira »

Lofar að hætta að reykja 2018

15.12. Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst er bahá'íi og segist því vera rólegur um jólin en tekur þó þátt með vinum og vandamönnum. Hann lofaði syni sínum að hætta reykja og hyggst standa við það árið 2018. Meira »

Ævintýrafólk í mikilli stemningu

í fyrradag Það var glatt á hjalla þegar Fjallakofinn og Holmland buðu í bíó á magnaða ævintýramynd sem heitir Drop Everything.   Meira »

Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið

15.12. Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni. Meira »

G-EAZY og H&M búa til fatalínu

15.12. G-Eazy x H&M er ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

14.12. „Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig.“ Meira »