Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

Það er betra að átta sig á hlutunum áður en …
Það er betra að átta sig á hlutunum áður en það er orðið of seint. mbl.is/Thinkstockphotos

Þó svo að það sé ömurlegt að skilja verðandi eiginmann sinn eða konu eftir upp við altarið þá er einfaldlega best að fylgja hjartanu eins og sést útskýringum fólks sem hefur gert þetta og birtust á Whisper

„Talandi um slæma tímasetningu. Ég sætti mig loksins við það að ég væri samkynhneigð og fór frá unnusta mínum á brúðkaupsdeginum okkar. Ég vissi að ég gæti ekki eytt lífinu með honum og ég væri að gera mistök,“ sagði ein kona. 

„Ég skildi kærastann minn eftir upp við altarið. Mér líður ekki illa vegna þess þar sem það kom í ljós að hann var að sofa hjá stjúpmömmu minni,“ sagði ein kona sem tók rétta ákvörðun. 

„Ég skildi unnusta minn eftir við altarið í síðasta mánuði. Ekki gera neitt sem þú ert ekki tilbúin til að gera. Ef þú verður, farðu áður en það er um seinan,“ sagði kona sem hætti við. 

Það er ömurlegt að vera skilinn eftir uppi við altarið.
Það er ömurlegt að vera skilinn eftir uppi við altarið. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég skildi unnusta minn eftir uppi við altarið fyrir fimm árum eftir að ég áttaði mig á því að ég hafði aldrei elskaði hann. Ég á enn kjólinn og núverandi kærasti minn heldur að hann hafi farið frá mér svo ég lít ekki út eins og asni,“ sagði ein sem mætti reyndar vera heiðarlegri í samskiptum. 

„Ég lét ekki verða af brúðkaupinu vegna þess að dagana fyrir brúðkaupið var ég farin að kvíða fyrir framtíðinni í stað þess að vera spennt fyrir henni.“

„Ég er svo glaður að ég lét ekki verða að brúðkaupinu og gifst henni. Hún var svo stjórnsöm. Ég hefði átt að átta mig á þessu fyrir brúðkaupsdaginn,“ sagði einn. 

„Ég fékk matareitrun á brúðkaupsdaginn og lét því aldrei verða að athöfninni. Ég var á klósettinu á meðan allir héldu að ég hefði skilið eiginmann minn eftir við altarið,“ sagði ein óheppin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál