Sæðið lætur ekki sjá sig

Parið er að eignast barn en það gengur eitthvað illa.
Parið er að eignast barn en það gengur eitthvað illa. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er að reyna eignast barn með manni sínum leitaði til Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ég og maki minn erum mjög ástfangin og erum í traustu sambandi. Við erum bæði komin yfir fertugt og erum 100% viss um að við séum rétt fyrir hvort annað. Hins vegar er hann ófær um að fá það í kynlífi. Við erum að reyna að eignast fjölskyldu þannig að það er pressa á honum að standa sig. Hann var í góðu lagi þangað til ég missti fóstur. Hann er til í að hitta einhvern til þess að tala um þetta en ég get ekki ímyndað hvað myndi hjálpa. 

Stephenson Connolly telur að maðurinn sé undir of mikilli pressu. 

Fyrir maka þinn er ekkert æsandi við þá kröfu að sæði hans þurfi að birtast einhvers staðar á réttum stað, á réttum tíma. Vertu þakklát fyrir það að hann sé til í að tala um það og fylgdu því eftir eins fljótt og þú getur með því að hvetja hann til að fara í sálfræðimeðferð. Þetta er mjög mikilvægt þar sem getuleysi getur verið tengt þeirri hræðslu að missa aftur fóstur. Frekar ómeðvitað getur karlmannslíkaminn stundum farið í þennan öryggisgír. 

Líka, ráðfærið ykkur við lækni sem getur hjálpað ykkur að eignast barn og þar með minnka pirringinn og pressuna á ykkur báðum. Að skipta rólegum og fullnægjandi ástaratlotum út fyrir það markmið að standa sig á réttum tíma getur haft niðurdrepandi áhrif á erótíska tengingu para og jafnvel á sambandið í heild sinni. Sú staðreynd að þið eruð komin yfir fertugt og finnst að þið þurfið að geta barn fljótt verður aðeins til þess að auka pressuna. Látið atvinnufólk um erfiðið og skemmtið ykkur saman. 

Sáðfrumur mannsins eru eitthvað feimnar.
Sáðfrumur mannsins eru eitthvað feimnar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál