Missir kynhvötina í langtímasamböndum

Langtímasambönd eiga það til að staðna.
Langtímasambönd eiga það til að staðna. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem missir kynlífslöngunina í langtímasamböndum leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian.

Vandamál mitt er það að ég missi áhugann á kynlífi í langtímasamböndum. Ég er fín fyrst þegar ég hitti einhvern, mjög áhugasöm, ég byrja kynlífið, æsist auðveldlega og er ævintýragjörn. Þegar ég kem mér vel fyrir í sambandi hverfur kynhvötin og kynlíf byrjar að vera eins og kvöð. Kærastinn minn er mjög skilningsríkur og þolinmóður en ég er með samviskubit. 

Ráðgjafinn minnir hana á að það að viðhalda ástríðunni sé aldrei einfalt og hún sé síður en svo ein með þetta vandamál. 

Alls konar krefjandi verkefni koma upp og það er þess virði að eyða bæði tíma og orku til að finna ástæðuna. Í byrjun sambands er kynlífið oft ósjálfrátt. Eftir ákveðinn tíma saman byrja mörg pör að forgangsraða öðruvísi og leyfa öðrum áhugamálum að koma í veg fyrir kynlíf. Ef þetta er vandamálið hjá þér, breyttu því og byrjaðu að skipuleggja notalega stund fyrir ykkur án allra truflana. 

Mjög oft staðna langtímasambönd. Hægt er að bæta það með því að tala saman um langanir og fantasíur sem geta kveikt neistann. Vandamál eins og þreyta, of mikil vinna, álag, fjölskylda, þreyta vegna ungra barna, líkamsóöryggi og að bera með sér ósagða reiði til makans getur hjálpað til að minnka áhugann á kynlífinu. Í stað þess að samþykkja lygina að þetta sé þitt vandamál sem endurtekur sig, getið þið sem par uppgötvað og unnið að þeim vandamálum sem leiða til þessa. Leggið áherslu á dýrmæta erótíska tenginu á milli ykkar og heitið því að halda henni á lífi. 

Konan finnur mun á sér þegar hún er nýbyrjuð í …
Konan finnur mun á sér þegar hún er nýbyrjuð í sambandi og eftir að reynsla er komin á sambandið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál