10 atriði sem þú vissir ekki um typpi

Það er margt sem við vitum ekki um typpið.
Það er margt sem við vitum ekki um typpið. mbl.is/Thinkstockphotos

Helmingur mannkyns er með typpi og stór hluti hinn helmingsins kemst einhvern tímann í kynni við typpi á lífsleiðinni. Það þýðir samt ekki að fólk viti allt um þennan líkamspart. Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox fór yfir nokkra vel valda typpafróðleiksmola með Women's Health.

1. Vefurinn sem umlykur typpið er sterkari en vefurinn sem umlykur heilann. 

2. Sáðlát endist ekki nema í 0,8 sekúndur í þremur til tíu gusum og er hraðinn um 45 kílómetrar á klukkutíma. 

3. Standpína unglings endist í allt að klukkutíma á meðan venjulegur maður á aldrinum 20 til 40 ára getur haldið henni í allt að 40 mínútur. Menn á aldrinum 66 til 70 ára eru heppnir ef hún endist í sjö mínútur. 

4. Tveir af hverjum þúsund mönnum geta veitt sjálfum sér munnmök. Það er þó spurning hversu eftirsótt það er. 

5. Eistun hverfa eiginlega meðan á kynlífi stendur og ekki að ástæðulausu; þau hlaupa í felur þegar hlutirnir verða harkalegir. 

Standpína endist mislengi eftir aldri.
Standpína endist mislengi eftir aldri. mbl.is/Thinkstockphotos

6. Á aldrinum 15 til 60 ára spýtir venjulegt mannstyppi 34 til 56 lítrum af sáðfrumum út úr sér. 

7. Hversu stórt typpi karlmaður er með og hversu lengi hann endist í bólinu fer eftir genum hans. 

8. Kynlíf heldur typpinu heilbrigðu með auknu blóðflæði. 

9. Sjúkdómur sem herjar á fjögur prósent mannkyns, aðallega menn á aldrinum 40 til 60 ára, gerir það að verkum að typpið verður bogið. 

10. Menn sem reykja eru tvisvar sinnum líklegri til að vera getulausir en þeir sem reykja ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál