Er vondi gæinn betri?

Colin Farrell á það til að leika slæma strákinn en …
Colin Farrell á það til að leika slæma strákinn en margar konur falla fyrir týpunni. mbl.is/AFP

Kona sem getur ekki gert upp á milli tveggja manna leitaði ráða hjá E. Jean, ráðgjafa Elle

Kæra E. Jean, ég get ekki valið á milli tveggja manna. Gæi númer eitt er hreinskilinn, opinn, rólegur, indæll, stöðugur og traustur eins og klettur. Hann getur verið smá subba. Gæi númer tvö er félagslyndur og spennandi en hann hefur átt margar kærustur og spilar sig sem dramakóng. 

Almenna skynsemin segir mér að gæinn númer eitt sé besti kosturinn en ég þrái spennuna frá gæja númer tvö þrátt fyrir að hann pirri mig og særi. Ég er 33 ára og svo ráðvillt að ég er að pæla í að flytja til afskekktrar hitabeltiseyjar, opna strandbar og gefa menn alfarið upp á bátinn. 

E. Jean segir að báðir kostirnir séu klassískir kostir sem eigi við við öll tilefni. 

Það færir þér töfrandi og úfið útlit að vera með slæma stráknum (allt kynlífið) en eftir smá stund muntu verða þrútin (allur gráturinn), deigkennd (allt vodkað) og uppgefin (eftir að hafa njósnað um hverjum hann ætlar að sofa hjá næst). Ef þú vilt líta út fyrir að vera hamingjusöm, elskuð og virt skaltu velja gæja númer eitt. Rennilásinn á buxunum hans á eftir að haldast uppi. 

Ný rannsókn staðfestir tvo þætti sem þú veist örugglega nú þegar. 1. Slæmir strákar fá fleiri stelpur. Aðrar rannsóknir sýna að það að vera kaldlyndur, svikull og sjálfselskur groddi gæti verið frábær þróunaraðferð. Í öðrum orðum, slæmir strákar eignast fleiri börn. 2. Þar af leiðandi, þú munt ekki fylgja ráðum mínum.  

Konan getur ekki valið á milli.
Konan getur ekki valið á milli. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál