Stjörnurnar láta pússa sig saman á Ítalíu

Jessica Biel og Justin Timberlake giftu sig á Ítalíu eins …
Jessica Biel og Justin Timberlake giftu sig á Ítalíu eins og svo mörg önnur stjörnupör. mbl.is/AFP

Það er vinsælt meðal stjarnanna að gifta sig á Ítalíu enda afar fallegt og rómantískt land sem býður upp á fullt af góðu víni í veisluna. People tók saman nokkur stjörnupör sem létu ekki smá ferðalag frá Hollywood til Ítalíu koma í veg fyrir draumabrúðkaupið á Ítalíu. 

George og Amal Clooney

Leikarinn og mannréttindalögfræðingurinn giftu sig í Feneyjum í september árið 2014. 

George Clooney og Amal Clooney í Feneyjum.
George Clooney og Amal Clooney í Feneyjum. mbl.is/AFP

Kate Upton og Justin Varlander

Ofurfyrirsætan og hafnaboltaleikmaðurinn giftu sig fyrir stuttu á Ítalíu. Þrátt fyrir að það væri farið að hausta á Ítalíu var athöfnin haldin úti. 

Kate Upton og Justin Varlander.
Kate Upton og Justin Varlander. skjáskot/Instagram

Neil Patrick Harris og David Burtka

How I Met Your Mother-stjarnan og leikarinn Burtka giftu sig á Ítalíu árið 2014 og var tónlistaratriði frá Elton John einn af hápunktum veislunnar. 

Neil Patrick Harris og David Burtka eru flottir í tauinu …
Neil Patrick Harris og David Burtka eru flottir í tauinu í kvöld. EPA

Kim Kardashian og Kaney West

Raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn giftu sig í maí 2014 í Flórens á Ítalíu. Gestirnir mættu þó fyrst til Frakklands þar sem hjónin buðu til upphitunarveislu í Versölum. Sagan segir að Flórens hafi orðið fyrir valinu þar sem að dóttir þeirra North kom undir í borginni. 

Hjónin Kanye West og Kim Kardashian.
Hjónin Kanye West og Kim Kardashian. mbl.is/AFP

John Legend og Chrissy Teigen

Tónlistarmaðurnn og fyrirsætan giftu sig árið 2013 við vatnið Como á Ítalíu. 

Chrissy Teigen og John Legend.
Chrissy Teigen og John Legend. mbl.is/AFP

Tom Cruise og Katie Holmes

Leikarahjónin fyrrverandi giftu sig í nóvember árið 2006 við vatnið Bracciano á Ítalíu. Sólsetrið fullkomnaði athöfnina en hjónabandið endaði þó illa. 

Katie Holmes og Tom Cruise.
Katie Holmes og Tom Cruise. mbl.is/AFP

Emily Blunt og John Krasinski

Leikarahjónin giftu sig árið 2010 og rétt eins og Legend og Teigen giftu þau sig við vatnið Como. George Clooney hefur kannski haft áhrif á staðarvalið en hann á hús við vatnið og er vinur Krasinski. 

Emily Blunt og John Krasinski.
Emily Blunt og John Krasinski.

Justin Timberlake og Jessica Biel

Söngvarinn og leikkonan giftu sig á Ítalíu árið 2012. 

Justin Timberlake og Jessica Biel.
Justin Timberlake og Jessica Biel. mbl.is/AFP

Sofia Coppola og Thomas Mars

Leikstýran og söngvari hljómsveitarinnar Phoenix giftu sig sumarið 2011 í sögufrægri byggingu sem leikstjórinn Francis Ford Coppola, faðir Sofiu Coppola, á. 

Sofia Coppola giftis eiginmanni sínum á Ítalíu.
Sofia Coppola giftis eiginmanni sínum á Ítalíu. mbl.is/AFP

Salma Heyek og François-Henri Pinault 

Leikkonan og franski milljarðamæringurinn létu ekki nægja að gifta sig í febrúar árið 2009 í París heldur héldu brúðkaupsveislu í Feneyjum rúmum tveimur mánuðum seinna. 

Salma Hayek og Francois-Henri Pinault.
Salma Hayek og Francois-Henri Pinault. mbl.is/AFP



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál