Er gift manni en er ástfangin af konu

mbl.is/Thinkstockphotos

Gift kona sem á í ástarsambandi við yfirmann sinn leitaði til Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, kynlífið með ástkonu minni er það besta sem ég hef upplifað. Hún er líf mitt en er líka yfirmaður minn svo þetta er mjög flókið. Ég er 27 ára gömul kona og hef verið með eiginmanni mínum síðan ég var 17 ára en ég elska hann ekki. 

Við erum bara saman vegna þess að við eigum son sem er átta ára. Eiginmaður minn er 29 ára. Ég skipti um vinnu fyrir fjórum mánuðum og var svo heppin að fá vinnu í búð niðri í bæ. Vinnufélagar mínir eru skemmtilegir og við förum út að skemmta okkur einu sinni í mánuði. 

Verslunarstjórinn kom með okkur nýlega og við vorum að daðra allt kvöldið. Þegar við fórum af barnum náði hún mér og við kysstumst á bílastæðinu og ég elskaði það. Við fundum okkur rólegan stað í garðinum og keluðum aðeins en það var bara forleikur. 

Hún keyrði mig heim úr vinnunni í vikunni eftir þetta og við játuðum fyrir hvor annarri að við bærum tilfinningar til hvor annarrar. Það endaði með því að við stunduðum kynlíf í bílnum og við höfum verið að hittast síðan þá. Við stundum frábært kynlíf en það er meira en það, við erum ástfangnar.

Hún er 34 ára, gift og á sex ára gamla stelpu svo við höfum komið okkur saman um það að við getum ekki verið saman akkúrat núna. Það er pirrandi að vera ekki saman, sérstaklega af því við hittumst í vinnunni á hverjum degi. 

Hún elskar ekki eiginmann sinn. Eiginmenn okkar beggja koma fram við okkur eins og rusl og við erum nánari vegna þess. 

Báðar eru óhamingjusamar í hjónaböndum sínum.
Báðar eru óhamingjusamar í hjónaböndum sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Deidre segir það að halda áfram með framhjáhaldið geri þeim bara erfiðara fyrst þær viti að þær geti ekki verið saman. 

Segðu ástkonu þinni að þú þurfir pásu, tíma frá henni til þess að hjálpa þér að ákveða hvort þú getir haldið áfram í hjónabandi þínu og hún þurfi að hugsa um sitt. Þú þarft að hugsa um barnið þitt, það þarf ástkona þín líka að gera og þau eru forgangsatriði. Börn skynja alltaf spennu milli foreldra sinna og það hefur slæm áhrif á þau. Þannig að reynið að bæta hjónaband ykkar þótt ekki sé nema fyrir son ykkar. 

Vinnufélagar ykkar vita kannski ekki af sambandinu en það er ólíklegt að það haldist þannig lengi, það gæti haft áhrif á vinnuaðstæðurnar. Þú þarft smá fjarlægð til þess að hugsa skýrt jafnvel þótt það þýði að þú þurfir að skipta um vinnu. 

Framhjáhaldið gæti verið vegna óhamingju þinnar í hjónabandinu en kannski á kynhneigð þín þátt í óhamingjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál