Búin að gera sér upp fullnægingu í níu mánuði

Konan hefur logið að manninum allt frá byrjun.
Konan hefur logið að manninum allt frá byrjun. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona með sektarkennd vegna uppgerðarfullnæginga leitaði til Pamelu Stephenson Connolly ráðgjafa the guardian 

Ég er í mjög hamingjusömu sambandi með kærasta mínum til níu mánaða. Við eigum vel saman kynferðislega og höfum kannað blæti mitt og það að vera bundin. Það var heimskulegt en ég gerði mér upp fullnægingu frá byrjun þar sem mér finnst ég svo lengi að fá það og skammaðist mín of mikil til þess að vera hreinskilin. Mér líður ömurlega að ljúga. Á ég að játa og stofna trausti okkar í hættu eða á ég að fara aðra leið. 

Ráðgjafann segir seinni kostinn vera öruggari. 

Sumum mökum finnst þeim vera sviknir eftir svona játningu og með líklegu sjálfstrauststapi eiga líkur þínar á fleiri fullnægingum með honum ekki eftir að aukast. Slakaðu á, þú ert langt frá því að vera sú eina sem gerir sér upp fullnægingu og ert með sektarkennd vegna þess. 

Sekt þín stafar aðallega af kvíða þínum og löngun til þess að vera liðleg. Þannig að í staðinn fyrir áhættusama játningu skaltu halda áfram og prófa jákvæða styrkingu. Það felur í sér að gefa skýr verðlaun þegar hann gerir eitthvað sem er líklegt til þess að gefa þér fullnægingu. 

Notaðu ímyndunaraflið, stingdu upp á kynlífsleik sem er spennandi fyrir ykkur bæði en örvar snípinn beint sem flýtir fyrir fullnægingunni. Sú staðreynd að þið eruð bæði opin fyrir tilraunum ætti að gera þetta nokkuð auðvelt. Margt fólk kann að meta og njóta þess að vera rólega leiðbeint af maka sínum. Þannig, vertu nógu hugrökk til þess að prófa nýja tækni og sýndu honum hvað þú vilt. 

Konan er með bullandi samviskubit.
Konan er með bullandi samviskubit. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál