10 atriði sem drepa kynhvötina

Það er ýmislegt sem hefur áhrif á kynhvötina.
Það er ýmislegt sem hefur áhrif á kynhvötina. mbl.is/thinkstockphotos

Minna kynlíf stafar oft af minni kynhvöt. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að löngunin minnkar. Men's Fitness fór yfir nokkur atriði sem eiga þátt í því að kynhvöt karlmanna minnkar. Atriðin geta í mörgum tilfellum einnig átt við konur. 

Hreyfingarleysi

Þegar fólk er duglegt að hreyfa sig verður það oft ánægt með líkama sinn sem getur skilað sér upp í rúm. „Þegar þú ert endurnærður eftir æfingu og líður vel með líkama þinn ertu líklegri til þess að byrja og njóta kynlífs með maka,“ sagði sambandssérfræðingur. 

Þreyta

Það getur borgað sig að fara stundum aðeins fyrr að sofa til þess að ná góðum svefni. Rannsókn sýndi fram á það að skortur á svefni geti gert það verkum að kynhvötin minnkar. 

Skyndibiti

Of mikið skyndibitaát getur valdið því að kynhvötin minnkar. Fitan og saltið getur dregið úr blóðflæði og þar af leiðandi getur verið erfiðara fyrir menn að standa sig. Auk þess sem fólk getur orðið þrútið og uppþornað sem skilar sér ef til vill ekki í fatafækkun. 

Hreyfing hefur góð áhrif á kynhvötina.
Hreyfing hefur góð áhrif á kynhvötina. mbl.is/Thinkstockphotos

Stress

Stressandi vinna hjálpar ekki mikið í kynlífinu heldur þvert á móti getur stressið dregið úr kynhvötinni. 

Kannabisreykingar

Kannabisreykingar gera ekki mikið fyrir kynhvötina en testósteróngildi líkamans lækkar við reykingar. 

Sætindi

Það hjálpar ekki kynhvötinni að úða í sig nammi eða drekka sæta drykki. Sykurinn hefur slæm áhrif á kynhvötina. 

Tölvur og snjallsímar

Mikil tölvu- og snjallsímanotkun getur haft slæm áhrif á ástarsambönd. Mælt er með því að prófa að sniðganga raftækin eitt kvöld og sjá hvort eitthvað breytist. 

Langrækni

Ef fólk á erfitt með að fyrirgefa og gleyma einhverju pirrandi sem maki þess gerði fyrir löngu hefur það áhrif á sambandið. „Þegar þú ert með óleysta reiði gagnvart maka þínum eða óleysta reiði gagnvart öðrum kemur það í veg fyrir að þú sért í núinu sem er nauðsynlegt til þess að viðhalda góðri kynhvöt og fá fullnægingu,“ segir sambandssérfræðingurinn. 

Lyf

Lyf geta haft áhrif á kynhvötina og því er nauðsynlegt að lesa fylgiseðlana vel og fylgjast með aukaverkunum.

Kvölddrykkja

Einn eða tveir drykkir geta komið þér í rétta gírinn en ef mikið meira er drukkið getur það haft þveröfug áhrif. 

mbl.is

Í 140 þúsund króna sokkum

11:28 Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

10:01 Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

09:33 Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

08:00 „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Guðni Már skilinn

Í gær, 23:32 Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

Í gær, 21:00 Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »

Fimm merki um að rassinn sé of aumur

Í gær, 15:00 Það er ekki nóg að gera bara magaæfingar þar sem það skiptir líka máli að hafa sterka rassvöðva. Þú færð ekki bara kúlurass af því að gera rassæfingar heldur getur líkamsstaðan líka batnað. Meira »

Viltu skarta þínu fegursta um jólin?

Í gær, 18:00 Þegar einn annasamasti tími ársins er á næsta leiti hættir okkur til að gleyma gleðinni í amstri dagsins. Auk daglegra verka eru flest okkar í óðaönn að skipuleggja hátíðina, skreyta húsið að utan og innan, undirbúa að pakkarnir verði á sínum stað. Meira »

Eftirlætismaskari Lilju Ingva

í gær Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur en hún segist gjarnan verða eins og krakki í nammibúð þegar hún kíkir í snyrtivöruverslanir. Við fengum að kíkja í snyrtibuddu Lilju og forvitnast um eftirlætis maskarann. Meira »

Nýtt útlit fyrir 6.000 kr.

í gær Eftir langt tímabil hvítra veggja eru litaðir veggir að verða móðins á ný. Fyrir um fimm árum fór að bera á gráum tónum og að heilu íbúðirnar væru málaðar í sama lit, bæði veggir og loft. Síðan tók blái liturinn við en nú er grænn að verða vinsælli. Meira »

Christian Louboutin hannaði Stjörnustríðsskó

í gær Skóhönnuðurinn Christian Louboutin hannaði fjögur skópör í tilefni af frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Skórnir eru hannaðir út frá fjórum kvenpersónum en bera um leið helsta einkenni Louboutin, rauða sólann. Meira »

Líkamstjáning sem margborgar sig

í fyrradag Til þess að koma vel fyrir getur ekki bara borgað sig að halda augnsambandi og heilsa fólki af öryggi þar sem það er líka ráðlagt að spegla hreyfingar fólks, þó ekki á kjánalegan hátt. Meira »

Með ilmkerti á ólíklegustu stöðum

í fyrradag Steinunn Jónasdóttir segir að ilmkerti hafi miklu meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Þegar hún hannar sín ilmkerti brjótast fram gamlar minningar. Meira »

Andlitsmeðferðir og jólastemning

í fyrradag Það var stemning á Guinot MC snyrtistofunni á Grensásvegi þegar jólagleði fyrir viðskiptavini var haldin. Á jólagleðinni var ný andlitsmeðferð sýnd en hún heitir Hydra Peeling og vinnur að endurnýjun húðarinnar. Boðið var upp á sanna jólastemningu og léttar veitingar. Meira »

10 bestu maskararnir

9.12. Alltaf erum við í leit að hinum fullkomna maskara en það er vissulega persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Nokkrir maskarar þykja þó skara fram úr og njóta alltaf mikilla vinsælda. Meira »

Kynlífsráð frá gömlum hjónum

8.12. Hjón sem hafa verið gift í 20, 30 eða jafnvel 40 ár fara yfir hvað þarf til þess að halda kynlífinu góðu í löngu og fullnægjandi hjónabandi. Meira »

Rassaæfing Adriönu Lima

í fyrradag Adriana Lima sýndi það á tískusýningu Victoria's Secret að hún gleymdi ekki að æfa rassvöðvana. Hér er rassæfing sem Lima gerði þegar hún bjó sig undir tískusýninguna. Meira »

10 flottustu kinnbeinin að sögn lýtalæknis

9.12. Kinnbein leikkonunnar Keira Knightley bera af ef eitthvað er að marka lýtalækni. Breskur lýtalæknir fór yfir beiðnir frá sjúklingum sínum og setti saman lista yfir tíu konur með flott kinnbein. Meira »

Þægilegustu jólafötin!

9.12. Um helgina kynna félagasamtökin Tau frá Tógó nýja hönnun eftir Helgu Björnsson fatahönnuð, blússu sem er saumuð á heimili fyrir munaðarlaus börn í Afríkuríkinu Tógó. Ljósmyndarinn Benni Valsson, sem hefur myndað helstu stjörnur heims eins og Bruce Willis, Leonardo diCaprio, Naomi Watts og Audrey Tautou, myndaði átta íslenskar listakonur í blússunni. Meira »

Í 70 þúsund króna kápu

8.12. Katrín hertogaynja tók Meghan Markle sér til fyrirmyndar og skellti sér í síða vetrarkápu. Kápan hélt hita á Katrínu enda bara í stuttum kjól og svörtum nælonsokkabuxum innan undir. Meira »