Kynlífið slæmt og íhugar opið samband

Konan er orðin þreytt á eiginmanni sínum.
Konan er orðin þreytt á eiginmanni sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er ekki nógu ánægð framkomu eiginmanns síns leitaði ráða hjá Pamela Stephenson Connolly ráðgjafa the guardian

Ég er mjög pirruð vegna eiginmanns míns. Hann er bráðlyndur, tekur ekki þátt og er fúllyndur. „Ekkert,“ svarar hann mér þegar ég spyr hvort það sé eitthvað að, seinna segir hann mér svo að hann væri í miklu betra skapi ef hann myndi stunda oftar kynlíf. Ég vil hins vegar ekki stunda kynlíf með manneskju sem reynir sífellt að láta mér líða illa yfir því að vilja hann ekki. Myndi það hjálpa að opna sambandið. 

Ráðgjafinn segir að það geti verið rosalega erfitt að laga samband þar sem eins mikil reiði ríkir eins og í þessu sambandið, þetta á einnig við um að koma kynlífinu í lag.  

Ég skil örvæntingu þína en opið samband er ekki lausnin. Það sem þið þurfið til þess að komast yfir þetta er hreinskilni og virðing fyrir sönnum tilfinningum. 

Margir eru hræddir við reiði sína og vita ekki hvert þeir eiga að beina henni. Eiginmaður þinn virðist velja fjallabaksleiðina og kannski líður hvorugu ykkar vel með að tjá reiði ykkar beint. Ótjáð reiði drepur hins vegar kynferðislegar tilfinningar og eyðileggur sambönd, þannig að finna leið til þess að tjá reiðina er mjög mikilvægt. 

Oft krauma einhverjar aðrar tilfinningar undir niðri og það þarf að tjá þær án þess að áfellast, skamma eða auka ágreininginn og þa' þarf að taka tillit til undirliggjandi sársauka. Það er ekki hægt að töfra fram betrumbætur á kynlífinu, talið bara saman. 

Kynlífið gengur illa hjá hjónunum.
Kynlífið gengur illa hjá hjónunum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál