Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

Eftir hádegismatinn fóru þau upp á hótelherbergi.
Eftir hádegismatinn fóru þau upp á hótelherbergi. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem byrjaði að halda framhjá kærastanum sínum leitaði ráða hjá Deidre ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, sakleysislegur hádegismatur með manni sem ég hitti breyttist í langtíma framhjáhald og nú fáum við ekki nóg hvort af öðru. 

Ég hitti hann fyrst þegar hann kom inn á bar sem ég var að vinna á. Við vorum bæði í samböndum og vorum hamingjusöm en þetta setti líf okkar á hvolf. Ég gat ekki hætt að horfa á þennan myndarlega mann og hann virtist vera hrifinn af mér líka. 

Þegar hann kom aftur daginn eftir var skotið augljóst. Hann beið eftir því að vaktin mín kláraðist svo hann gæti fylgt mér heim. Hann bauð mér síðan í hádegismat. 

Hann er 39 ára og sagðist vera giftur og eiga unglingsson. Hann gifti sig tvítugur þegar kærastan varð ólétt og sagði mér að sér þætti það hafa verið mistök. Ég sagði honum að ég byggi með kærastanum mínum. Ég er 36 ára og kærastinn minn fertugur. Við fórum út að borða í hádeginu þegar kærastinn minn var í vinnuferð. 

Ég vissi að þetta gæti endað á rómantísku nótunum en ég gat ekki staðist það. Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum. Hann rétti út höndina til mín og það virtist eðlilegt að fara upp.

Við gátum ekki afklætt hvort annað nógu hratt. Þetta var brjálað, ástríkt og eitrað kynlíf. Ég hélt ég hefði dáið og farið til himnaríkis. Honum leið eins. Við höfum verið að hitta hvort annað í nokkra mánuði núna. Hann kemst í uppnám þegar hann talar um framtíðina og hvort við getum verið saman. 

Hann segist ekki geta farið frá konunni sinni þar sem hún myndi verða eyðilögð og ég veit að kærastanum mínum myndi líða eins. Við eigum bæði gott líf en við myndum frekar vilja alltaf vera saman. Það virðist ómögulegt að gera það sem við viljum án þess að valda þeim sem við elskum sársauka. 

Fólkið fær ekki nóg af hvort öðru.
Fólkið fær ekki nóg af hvort öðru. mbl.is/Thinkstockphotos

Deidre segir að það sé ekki óalgengt að hrífast af einhverjum þegar fólk er gift en ekki láti allir til skarar skríða. 

„Hvorugt ykkar hefur hagað sér vel en ástmaður þinn hefur verið skýr varðandi það að hann vill ekki fara frá eiginkonu sinni og syni. Þér mun líða betur ef þú ákveður að segja þessum manni að þú getir ekki eyðilagt hjónaband, og þú vilt ekki eyðileggja það sem þú átt heima. 

Talaðu við kærastann þinn um að krydda aðeins það sem þið eigið. Skipuleggið rómantíska helgi að heiman eða gefið ykkur tíma á frídögunum ykkar til þess að fara í göngutúra eða stunda einhverja íþrótt, hvað sem er sem tengir ykkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál