Elskar kærustuna en langar í trekant

Maðurinn vill fjölga konunum í rúminu.
Maðurinn vill fjölga konunum í rúminu. mbl.is/Thinkstockphpotos

Maður sem þráir trekant leitaði ráða hjá ráðgjafa The Guardian. 

Ég er í yndislegu einkvænissambandi með kærustunni minni. Við erum komin rétt yfir fertugt. Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki. Ég elska kærustuna mína en mér finnst líka aðrar konur aðlaðandi. 

Ég er trygglyndur og ég held aldrei fram hjá en það er erfitt að bæla niður ímyndunaraflið, það kemur út í koddahjali og í gríni. Kærastan mín er með góðan húmor og segir að svona sé bara kynhneigð mín, rétt eins og ef ég væri samkynhneigður. Þetta er hins vegar særandi fyrir kærustuna mína og veldur erfiðleikum. Hvernig næ ég að verða hamingjusamur án þess að særa konuna sem ég elska?

Tveir eru ekki nóg.
Tveir eru ekki nóg. mbl.is/Thinkstockphpotos

Ráðgjafinn vill meina að stundum gerist besta kynlífið á milli eyrnanna á fólki og þrátt fyrir að fólk fantaseri um eitthvað þýði það ekki að draumurinn verði að verða að veruleika. Þrátt fyrir að kærastan sé með góðan húmor þá geti athyglin sem hann sýni vinkonunni auðveldlega þurrkað brosið af vörum kærustunnar. Þrátt fyrir allt þá vill ráðgjafinn hrósa manninum fyrir að spyrja og hugsa sig um áður en hann gerir eitthvað sem á eftir að særa, það geri ekki allir.

Það er ekkert að einkvæni en ef þig dreymir um annars konar örvun og kærastan þín ekki er kominn tími til að endurmeta sambandið. Það er til fullt af konum sem njóta þess að taka þátt í kynferðislegum ævintýrum þínum. Hvort sem því fylgir yndislegt og hamingjusamt samband er svo annað mál. 

Við komum öll að rauðu ljósi í samböndum og hesturinn stoppar ekki alltaf við einkvæni. Að koma á fót einstaklingsbundnum mörkum er mikilvægur þáttur í því að læra inn á hvort annað. Hér er grunnurinn að sætta sig við það, að að upplifa fantasíurnar þarfnast maka sem vill það. Það sem þú ættir ekki að gera er að svíkja kærustuna. Það er ekkert rétt eða rangt hér, þetta snýst um að taka þroskaða ákvörðun um það sem þú kannt best að meta. Að „fá allt“ þegar kemur að löngunum er fáránlegasta fantasían af þeim öllum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál