Vill ekki gefa sína fyrrverandi upp á bátinn

Maðurinn vill ekki sleppa hendinni af sínu fyrra lífi.
Maðurinn vill ekki sleppa hendinni af sínu fyrra lífi. mbl.is/Thinkstocphotos

Kona sem á í vandræðum með kærastann leitaði ráða hjá Mariellu Frostrup ráðgjafa The Guardian

Ég varð ástfangin af samstarfsmanni sem hafði átt kærustu til lengri tíma. Átta mánuðum eftir að ég hitti hann sagði hann mér að hann hefði verið yfir sig hrifinn af mér síðan ég byrjaði, og við kysstumst. Nokkrum vikum seinna sváfum við saman. Hann sagði mér að kærasta hans væri nú fyrrverandi kærasta hans og ég trúði honum með öllu mínu hjarta þrátt fyrir að hann búi enn hjá henni í auka herbergi. Ég eyddi jólunum með fjölskyldunni hans, sem er skilningsrík og hrifin af því að hann hætti með henni. Ég kom upp á milli þeirra en fjölskyldan hans var hrifin af mér og tók mig í sátt, þau gáfu mér meira að segja litlar gjafir. 

Eftir fjögurra mánaða rómans gaf andleg heilsa hans sig og hann byrjaði að hitta mig sjaldnar. Hann brotnaði niður í símanum (fyrir nokkrum dögum) og sagði mér að hann vildi hætta sambandinu þar sem hann þolir ekki álagið. Þau eiga íbúð og hund saman. Hann neitaði að gefa þau upp á bátinn og bað mig um að gefa sér tíma og rúm. Ég vil ekki gefast upp á honum. 

Ráðgjafinn sér ekki mikla framtíð í sambandinu. 

Ég þekki hann einu sinni ekki og er þreytt á því hversu mikið allir í kringum hann einbeita sér að hans þörfum. Hvað með þig? Hvað getur hann gefið þér? Starf sem fjölskyldusáttasemjari, félagsskap í íbúðinni þinni (þar sem hann ætlar sér ekki að kaupa sér sína eigin í nálægri framtíð), þurfandi hund sem gæti verið keppinautur þinn um ást hans. Gerðu það, þú verður að meta þig hærra en þetta. 

Mitt ráð til þín er að segja honum að þú ætlir hvorki að gefa honum tíma né rúm og þú ætlir þér að halda áfram með líf þitt. Ætlir ekki að láta ákvarðanafælni hans hafa áhrif á þig og ætlir að beina sjónum þínum að einhverjum sem veit hvað hann vill og er tilbúinn til þess að færa fórnir. 

Maðurinn á erfitt með að velja á milli.
Maðurinn á erfitt með að velja á milli. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál