Kærastinn svarar ekki í sömu mynt

Konan vill að maðurinn veiti sér munnmök.
Konan vill að maðurinn veiti sér munnmök. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er búin að vera með kærastanum mínum núna í þrjá mánuði. Hann er 28 ára og ég er 21 árs. Hann er umhyggjusamur, ástríðufullur og virðir konur mjög mikið sem er mikilvægt þar sem fyrrverandi kærasti minn kallaði mig druslu. Þegar kemur að kynlífi virðist hann bara hugsa um samfarir. Aftur á móti eru fullnægingar mínar betri þegar snípurinn er örvaður. Ég hef talað um þetta við hann oft en hann ýtir því bara til hliðar. Ég elska að veita honum munnmök en hann virðist ófús til þess að gera það sama fyrir mig. Mér hefur alltaf fundist að kynlíf ætti ekki að vera kvöð og vil gefa maka mínum eins mikla unun og ég get án þess að finnast ég þurfa að fá eitthvað í staðinn en mér finnst mjög erfitt að gera það þegar mínar þrár virðast ekki passa inn í hugmynd hans um kynlíf,“ skrifaði ófullnægð kona og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn segir að það gæti verið að konan sé að gera of mikið úr hlutunum. Þetta snúist ekki endilega um hvað hann vilji ekki gera heldur einfeldni og lélega tækni. 

„Eins og margir ungir menn hefur kærastinn þinn líklega ekki fullan skilning á nákvæmlega hvernig eigi að veita unað með því að örva snípinn, og þú verður að kenna honum það. Þú verður að vera mjög nákvæm og láta hann vita að þú búist við að hann svari í sömu mynt. Hugmynd þín um að þú ættir ekki búast við að fá það sama í staðinn er til vandræða á tvo vegu. Í fyrsta lagi lærir hann aldrei að verða betri elskhugi nema þú kennir honum. Í öðru lagi mun hann halda áfram að vera sjálfselskur elskhugi nema þú látir hann vita hvað þú viljir. Þetta gerir það aðeins að verkum að þú verður gramari og gramari. Finndu kjarkinn til að biðja hann fallega um það sem þú þarft og verðlaunaðu hann þegar hann nær því. Þetta er langt frá því að vera kvöðin sem þú hræðist, þetta er í raun leið til þess að viðhalda kynferðislegum tengslum – og sambandinu.“

Maðurinn hugsar bara um samfarir þegar kemur að kynlífi.
Maðurinn hugsar bara um samfarir þegar kemur að kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál