Nýtt stuðlag frá Páli Óskari kemur þér í stemningu

Páll Óskar.
Páll Óskar. mbl.is/Youtube.com

Páll Óskar er kominn með splunkunýjan sumarsmell sem heitir, LA DOLCE VITA, og er það þjóðhátíðarlagið í ár. 

Þetta lag verður pottþétt einn af sumarsmellunum í ár. Nú er bara málið að hækka í græjunum og taka nokkur vel valin dansspor. Enda er dans ein besta líkamsræktin og svo lyftir dansinn andanum upp á hærra plan!

Lagið er samið af Trausta Haraldssyni en textinn er eftir Pál Óskar. Örlygur Smári útsetti lagið. Svona til gamans má geta þess að lagið var tekið upp í upptökuveri í New York. 

  Nú er bara málið að læra textann svo þú getir verið flottust/flottastur í Eyjum um Verslunarmannahelgina.   

Nú er ég búinn ad gera mig sætan

Sjóðheitur ég verð ad mæta og upplifa La Dolce Vita

Nú er ég búinn að reima skóna til ad dansa i nótt við töfratóna í La Dolce Vita  

Aha

Ég segi það satt hef unnið of mikið svo ég á það skilið að gleyma mér aðeins og bilast í friði med bjútifúl liði  

Ef röðin er löng og dalurinn hlaðinn ég mæti á staðinn því þegar ég dansa er eins og ég svífi ég er á lífi  

Nú er ég búinn ad gera mig sætan sjóðheitur ég verð að mæta og upplifa La Dolce Vita

Nú er ég búinn að reima skóna til ad dansa i nótt við töfratóna í La Dolce Vita  

Svo hvað viltu sjá? Og hvað viltu heyra?

Má bjóða þér meira? Að standa og þegja er ömurleg iðja þú þarft að biðja  

Ég veit hvað ég vil og næ líka í það ég nenni ekki að bíða í dag vil ég dansa og nú kemur bassinn hristu á þér rassinn  

Nú er ég búinn að gera mig sætan....  

Trúa, treysta, bara á það besta.

Trúa, treysta, bara á það besta. 

Páll Óskar og Nilli að tjútta
Páll Óskar er í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Páll Óskar er í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál