Sunddrottningin Ragga Ragnars fann ástina í lauginni

Ragnheiður Ragnarsdóttir og Gerhard Zandberg eru nýtt par.
Ragnheiður Ragnarsdóttir og Gerhard Zandberg eru nýtt par. mbl.is

Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir bjóst ekki við því að hnjóta um ástina þegar hún keppti á HM í Kína á dögunum. Þegar ástin er annars vegur getur þó ýmislegt gerst. Síðasta kvöldið á HM hitti hún Gerhard Zandberg, sem er afrekssundkappi frá Suður-Afríku, og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Zandberg fékk bronsverðlaun í 50 m baksundi á HM í Shanghai í síðasta mánuði. Hann hefur verið í fremstu röð sundmanna í heiminum til margra ára og hefur keppt fyrir hönd Suður Afríku á tveimur síðustu Ólympíuleikum.

Hann er staddur hérlendis þessa dagana en parið er á leið til Suður Afríku þar sem þau ætla að dvelja næstu mánuðina.

„Við erum að fara til Suður-Afríku að æfa núna í lok vikunnar. Við taka stífar æfingar fyrir  Ólympíuleikana. Þetta verður bara gaman,“ sagði hún í samtali við Smartland Mörtu Maríu. 

Ragnheiður Ragnarsdóttir og Gerhard Zandberg.
Ragnheiður Ragnarsdóttir og Gerhard Zandberg. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál