Hlaupa burt frá fátæktinni

Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir
Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir mbl.is

Heimildarkvikmyndin Town of Runners verður frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York hinn 19. apríl. Annar framleiðanda myndarinnar er fyrirtæki Kristínar Ólafsdóttur, Klikk Productions. Þekktasta mynd framleiðslufyrirtækis hennar hingað til er heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Sú mynd, um einhverfa drenginn Kela, hefur farið sigurför um heiminn.

Town of Runners er leikstýrt af Jerry Rothwell, en hann hlaut verðlaun Tribeca Film Festival á síðasta ári fyrir heimildarmynd sína Donor Unknown.  Í myndinni Town of Runners segir af eþíópíska bænum Bekoji, en þaðan hefur komið mikill fjöldi langhlaupara á heimsmælikvarða á undanförnum tuttugu árum. Hlauparar frá Bekoji hafa unnið til 8 gullverðlauna á Ólympíuleikum, 32 verðlauna á heimsmeistaramótum og sett 10 heimsmet á þessu tímabili. Sigurgangan hófst árið 1996, þegar Derartu Tulu vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fyrst afrískra kvenna. Fyrsti þjálfari hennar, Sentayehu Eshetu, var leikfimikennarinn í litla skólanum í Bekoji. Hann lét ekki þar staðar numið í þjálfuninni og á m.a. sinn hlut í árangri heimsmeistaranna Kenenisa Bekele, yngri bróður hans Tariku Bekele og hinnar frábæru Tirunesh Dibaba, auk systra hennar tveggja, Ejegayehu og Genzebe.  Um 200 ungmenni æfa nú daglega undir hans stjórn.

Í myndinni er fylgst með tveimur unglingsstúlkum, Alemi og Havwii, sem hafa keppt í hlaupum heima í Bekoji en ætla sér að ná lengra, rétt eins og átrúnaðargoð þeirra hafa gert. Hlaup eru leið unga fólksins úr fátækt. Þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Aðstæður heima fyrir eru erfiðar, moldarbrautin sem þau æfa á fer undir vatn á regntímanum, mataræði er fábreytt og matur af skornum skammti, alnæmi er útbreitt og hefð er fyrir því að fólk gangi mjög ungt í hjónaband.

Kristín Ólafsdóttir segir mjög ánægjulegt að hafa tekið þátt í framleiðslu þessarar einstöku myndar. „Jerry Rothwell  náði frábærum tökum á efniviði myndarinnar, hann sýnir okkur það umhverfi sem þessir ungu íþróttamenn alast upp í og nær að miðla vonum þeirra og þrá. Þá vakti frábær kvikmyndatakan mikla athygli gesta á forsýningu í London í síðustu viku. Við ætlum ekki að láta við það sitja að dreifa myndinni sem víðast heldur viljum við gjarnan styðja við það frábæra starf sem unnið er í Bekoji. Frekari uppbygging íþrótta- og skólastarfsins þar skilar sér í bættum hag íbúa bæjarins og héraðsins alls,“ segir Kristín. 

Heimasíðu Town of Runners er að finna hér og  þar er m.a. hægt að skoða sýnishorn úr myndinni.

Framleiðslufyrirtæki Kristínar Ólafsdóttur framleiðir Town of Runners.
Framleiðslufyrirtæki Kristínar Ólafsdóttur framleiðir Town of Runners. Ljósmynd/Town of Runners
mbl.is

Rúnar og Guðrún eignuðust son

17:00 Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Jóna Stefánsdóttur eignuðust son í nótt. Sonurinn er barn númer sex í barnahópnum.   Meira »

Arnar og Jón kunna að halda partí

14:27 Veitingastaðurinn Library opnaði á dögunum í Keflavík. Af því tilefni var blásið til teitis á staðnum sjálfum og var aldeilis stuð og stemning. Arnar Gauti Sverrisson og Jón Gunnar Geirdal sáu um að breyta staðnum, búa til nýjan matseðil og hönnuður stemningu sem þykir ákaflega eftirsóknarverð. Meira »

Stuð á kvennakvöldi Ellingsen

11:27 Það var stemning úti á Granda þegar Ellingsen hélt konukvöld í gær. Dj Sóley og Dj Dóra sáu um tónlistina. Svo var fantafínn afsláttur og var hann nýttur til fulls. Meira »

Konungleg veisla í Norræna húsinu

10:40 Konunglega norska sendiráðið á Íslandi og John Lindsay hf. buðu til makrílsveislu í Norræna húsinu í gær. Tilefnið var að hinn vinsæli norski Stabburet-makríll er kominn á markað hér á landi. Meira »

Fötin sem koma þér á stefnumót

08:37 Það er ekki sama í hverju við erum þegar markmiðið er að heilla tilvonandi elskhuga. Ákveðnar flíkur eru betri en aðrar.   Meira »

Kynlífið ekki forgangsatriði

Í gær, 23:59 „Kynlíf og samskipti voru góð til að byrja með en nú segist hún oft vera of þreytt, stressuð eða veik. Hún segir að kynlíf sé ekki forgangsatriði hjá henni og byrjar það eiginlega aldrei þrátt fyrir að vera hrifin af kúri og keleríi.“ Meira »

Fantaflott hönnun á Njálsgötunni

Í gær, 18:00 Það var glatt á hjalla þegar Raus Reykjavík, sem er nýtt og spennandi gullsmíðaverkstæði, hélt opnunarteiti á Njálsgötu 22. Allir skartgripirnir eru handsmíðaðir og mjög fallegir og vandaðir. Meira »

Clinton og Trump ekki svo ólík

Í gær, 21:00 Hillary Clinton og Donald Trump eiga það sameiginlegt að hafa keppst um forsetastól Bandaríkjanna. Þegar betur er gáð kemur í ljós að þau ekki með svo ósvipað hár auk þess að þau hafa klæðst svipuðum fötum. Meira »

Guðni fór heim með nokkra boli

í gær Mikil gleði ríkti í Mengi þegar sviðslistahátíðin Everybody's Spectacular var fagnað. Forseti Íslands og aðrir listunnendur létu sig ekki vanta. Meira »

Er kominn tími til að vekja rassinn?

í gær Við mikla setu styttast vöðvarnir og það slokknar á rassvöðvunum. Ef ekki er hugað að rassvöðvunum leggjast þeir hreinlega í dvala. Meira »

Gleymdi að gera ráð fyrir ástinni

í gær Einar Már Guðmundsson skrifar um Harald í sinni nýjustu bók sem gleymdi að gera ráð fyrir ástinni þegar hann lagði af stað í ferðalag. Meira »

Börnin þurfa að vinna fyrir sér

í gær Þau ríku og frægu gætu gefið börnum sínum svo mikinn pening að þau gætu verið í fríi á sólarströnd allt sitt líf. Margar stjörnur ætla þó ekki að láta börnin komast upp með það að vinna ekki handtak. Meira »

Hamingjusamari eftir að hún fitnaði

í gær Fyrirsætan La'Tecia Thomas hefur farið upp um nokkrar fatastærðir, þrátt fyrir það er hún hamingjusamari en áður en hún fitnaði. Viðhorf hennar til lífsins breyttist og um leið efldist sjálfstraustið. Meira »

Sambandið í rúst eftir læknamistök

í fyrradag Íslensk kona leitar ráða hjá Valdimari Þór Svavarssyni en eftir að hafa lent í læknamistökum virðist samband hennar til sex ára vera að molna í sundur. Hvað er til ráða? Meira »

Gunnar og Jónína í partístuði

15.11. Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir létu sig ekki vanta þegar Gunnar Birgisson fagnaði útkomu ævisögu sinnar.   Meira »

10 æfingar sem virka eins og kökukefli á magann

15.11. Ef markmiðið er að ná sléttum maga borgar sig að gera magaæfingar. Gömlu góðu uppseturnar standa alltaf fyrir sínu en það eru til fleiri æfingar sem skila meiri árangri. Meira »

Greip pabba sinn í bólinu með öðrum manni

í fyrradag „Einn daginn var ég veikur og kom fyrr heim úr skólanum þannig að ég gekk inn á nakinn pabba minn á fullu með kærasta systur minnar.“ Meira »

Amma veitti innblástur

í fyrradag „Amma mín, Guðrún Jónsdóttir arkitekt, var stór og mikill karakter og hafði mikil áhrif á mig í uppvextinum. Hún var fyrirmynd mín á mörgum sviðum. Sterk, dugleg, listræn og hugrökk. Hún var ein af fyrstu íslensku kvenarkitektunum og vann sem arkitekt fram á síðasta dag á eigin stofu, hún tók þátt í stjórnmálum og þegar yngsta barn hennar fæddist 1973 og hana vantaði barnapössun opnaði hún leikskóla í kjallaranum sínum.“ Meira »

Forréttindatýpunni úr Fossvoginum fagnað

15.11. Birna Anna Björnsdóttir var að gefa út nýja skáldsögu. Bókin heitir Perlan og fjallar um Perlu Sveinsdóttur sem bý í New York. Perla er einkabarn sem alið er upp í Fossvoginum, sannkölluð forréttindatýpa sem verður þekkt á einni nóttu þegar hún byrjar að blogga frá New York. Meira »

J-Lo heldur tryggð við rúllukragann

15.11. Þó svo að söngkonan Jennifer Lopez eigi eitt flegnasta dress allra tíma eru flíkur sem ná upp í háls í miklu uppáhaldi. Nú þegar farið er að vetra er ekki óalgengt að sjá hana í rúllukragamagabol. Meira »
Meira píla