Eyddi helginni með kærastanum í NY

Kim Kardashian er með alveg slétt enni.
Kim Kardashian er með alveg slétt enni. AFP

Kim Kardashian er búin að finna ástina á ný eftir að hún skildi við eiginmann sinn til 72 daga, Kris Humphries. Sá heppni heitir Kanye West og er rappari. Parið eyddi helginni saman í New York var eftir því tekið, þegar þau löbbuðu um stræti stórborgarinnar, hvað þau virtust ástfangin.

Parið hefur verið að hittast mikið upp á síðkastið en þau eru þó búin að þekkjast í meira en tvö ár. Upphaflega ætlaði Kardashian að eyða helginni með móður sinni, Kris Jenner, og Khloé systur sinni. Þríeykið var varla komið inn á hótel þegar West mætti og Kardashian hvarf á braut með honum. Parið borðaði meðal annars á veitingastaðnum Mercer Kitchen segir í vefútgáfu Life & Style. Mercer Kitchen er í SoHo í New York og afar heitur veitingastaður. Heimildarmaður Life & Style sagði að þau hefðu mætt rétt eftir hádegi og verið á staðnum til klukkan þrjú um daginn. „Þau litu út fyrir að vera mjög ástfangin,“ sagði heimildarmaður.

Kanye West
Kanye West mbl.is/Rauters
mbl.is

Kanye er helsti tískuráðgjafi Kim

Í gær, 23:55 Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur vakið mikla athygli fyrir djarfan og fallegan fatastíl sinn. Þegar blaðamaður Vogue spurði Kardashian á dögunum hvernig hún færi að því á morgnana að ákveða dress fyrir daginn var svar hennar einfalt: „Ég spyr eiginmann minn, í hverju ætti ég að vera í dag og þá kemur hann með hugmyndir.“ Meira »

Myndinni eytt að ástæðulausu

Í gær, 21:00 Ástralski bloggarinn Constance Hall hvetur fólk til þess að elska líkama sinn hvernig sem hann lítur út. Á dögunum birti Hall mynd af sér og dóttur sinni saman á Instagram og Facebook. Myndinni var aftur á móti eytt út af samfélagsmiðlunum þar sem ákveðinn fjöldi einstaklinga hafði tilkynnt myndina til stjórnenda þeirra og þótti hún ekki við hæfi. Meira »

Hvað er píkan að segja þér?

Í gær, 18:00 Píkan er magnað líffæri sem getur gefið frá sér mörg merki. Ef eitthvað bjátar á lætur píkan oftar en ekki vita að ekki sé allt með felldu. Eleanor Jones hjá Cosmopolitan tók saman sjö hluti sem píkan þín gæti verið að segja um heilsuna. Meira »

„Í sambandi við sjálfan sig“ í símaleysi

Í gær, 15:00 „Ég heyrði tólf ára dóttur mína tala í símann í sveitinni okkar: „Það er ekkert net, enginn gemsi virkar. Símanúmerið er mjög skrýtið og byrjar á fjórum og síminn er þannig að maður þarf að leggja hann aftur á takka.“ Ég gat ekki annað en brosað, þess fyrir utan þarf hún að tala í símann þar sem allir geta heyrt og það er ekki símanúmera birtir eða talhólf. Reyndar var það þannig þegar ég var að alast upp að það var ein löng og þrjár stuttar og öll sveitin gat hlustað, eins konar feisbók þeirra tíma,“ skrifar Árelía Eydís í sínum nýjasta pistil. Meira »

Spanderuðu auðnum og fluttu í foreldrahús

Í gær, 12:00 Fyrir sjö árum voru raunveruleikastjörnurnar Heidi Montag og Spencer Pratt á allra vörum. Í dag eru hjónakornin hins vegar staurblönk, enda hafa þau að eigin sögn eytt öllum peningunum sínum í vitleysu. Meira »

Hefur gríðarlegan áhuga á plöntum

Í gær, 09:00 Bergrún Mist Jóhannesdóttir er 22 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi en nýlega flutt í 101 Reykjavík. Bergrún Mist stundar nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og er mikill fagurkeri. Við fengum að spyrja hana út í lífið og tilveruna. Meira »

Sumarið er „erfiður tími hjá mörgum“

í fyrradag „Já, sumarið er yndislegt en sannarlega erfiður tími hjá mörgum. Dagskipulagið sem ríkir hjá einstaklingum, fjölskyldum og í samfélaginu frá miðjum ágúst og fram í júní riðlast. Breytingarnar ná ekki aðeins til skóla og vinnu heldur líka samskipta fólks, félags- og menningarlífs, neyslu, fjárhags og hversdagslegra viðburða.“ Meira »

„Vegan“ súkkulaði- og kókosís

Í gær, 06:00 Sól­veig Ei­ríks­dótt­ir og dótt­ir henn­ar, Hild­ur Ársæls­dótt­ir, halda úti upp­skrift­asíðunni Mæðgurn­ar, þar sem þær deila holl­um og góðum upp­skrift­um með les­end­um. Upp­skrift­in að þess­um dásamlega súkkulaði- og kókosís er frá mæðgunum. Meira »

Hvað tákna kynlífsdraumarnir?

í fyrradag Við höfum öll lent í því að vakna upp við furðulegan kynlífsdraum. Hægt er að ráða í alls kyns drauma og flestir hafa þeir einhverja þýðingu, til dæmis táknar það peninga eða óvænta gæfu að dreyma skít. En hvað þýða þá þessir óþægilegu kynlífsdraumar sem við skiljum ekkert í? Meira »

Vatnsheldur maskari sterkur leikur fyrir helgina

í fyrradag Hjördís Ásta Guðmundsdóttir er 21 árs gömul og starfar sem förðunarfræðingur. Í gegnum tíðina hefur hún tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og fór til að mynda á Eurovision fyrir Íslands hönd og sá um hárið og förðunina árið 2015. Við fengum Hjördísi Ástu til þess að fræða okkur um hvaða förðunarvörur er gott að hafa með sér í útileguna nú þegar stærsta ferðahelgi ársins nálgast óðum. Meira »

Þrjú dress fyrir verslunarmannahelgina

í fyrradag Við fengum Kristínu Guðmundsdóttur, fagurkera og nema við Listaháskóla Íslands, til þess að sýna okkur þrjú hentug dress fyrir verslunarmannahelgina. Meira »

Talan á vigtinni segir ekki allt

í fyrradag Kelsey Wells er heilsubloggari sem hefur verið í eitt og hálft ár á líkamsræktarprógramminu Kayla Itsines BBG og árangurinn lætur ekki á sér standa. Wells birti á dögunum innlegg á Instagram-síðu sinni af sér á þremur mismunandi skeiðum í prógramminu. Í innlegginu hvetur Wells fólk til að hætta hafa svo miklar áhyggjur af því hvaða tala stendur á vigtinni þar sem vigtin sýni ekki allar bætingar. Meira »

Allir í essinu sínu í sumarpartýi Sólberts

í fyrradag Það var líf og fjör í Petersen-svítunni í Gamla bíói á miðvikudaginn þegar Reykjavíkurdætur og Sólbert sameinuðu krafta sína og héldu sumarpartý á einum sólríkasta degi sumarsins. Það var glampandi sól og góð stemmning eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira »

Sniðug ráð til að auka neyslu trefja

í fyrradag Trefjar eru líkamanum nauðsynlegar, en þær hjálpa til við að halda meltingunni í góðum horfum, halda blóðsykrinum stöðugum og valda seddu. Margir velkjast þó í vafa og vita ekki hvernig best sé að auka neyslu þeirra. Meira »

Ætlaði að baka þessa köku fyrir brúðkaupið

í fyrradag Lilja Katrín Gunnarsdóttir, matgæðingur og fjölmiðlakona, gifti sig fyrr í mánuðinum. Hún ætlaði upphaflega að baka eigin brúðartertu sjálf en ákvað síðan að kaupa tertu til að minnka stressið sem fylgir því að halda brúðkaupsveislu. „Þetta er með því betra sem ég hef bakað og ég ætlaði að baka þessa fyrir minn eigin stóra dag,“ sagði Lilja. Meira »

Hæstánægð með 11.000 króna giftingarhringinn

28.7. Leikkonan Mila Kunis greindi frá því í viðtali við spjallþáttastjórann Conan O‘Brian að hún og eiginmaður hennar, Ashton Kutcher, hefðu pantað sér hringa af netversluninni Etsy. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.