Nánast óvinnufær vegna framhjáhalda

Larry Hagman þótti afar sannfærandi sem kuldalegur J.R. Ewing.
Larry Hagman þótti afar sannfærandi sem kuldalegur J.R. Ewing. BBC

J.R. Ewing lifir áhættusæknu lífi sem felur í sér að fara næstum því alltaf fram af brúninni, bæði í viðskiptum og í samskiptum sínum við aðra. Í fyrri seríum af Dallas var kvensemin svo mikil að undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði maðurinn átt að vera óvinnufær vegna stöðugra framhjáhalda og vesensins sem fylgdi ástarmálunum. Með kjaftinn á réttum stað náði hann að lokka hverja fegurðardrottninguna upp í rúm til sín þótt hann væri kannski ekkert sérstaklega mikið fyrir augað, ekki þannig séð. 

Þess á milli skvetti hann í sig víni eins og um vatn væri að ræða og náði einhvern veginn alltaf að vera með pálmann í höndunum þrátt fyrir öldugang í eigin tilveru.

Nú er búið að framleiða nýja seríu af Dallas-þáttunum. Fyrsti þátturinn í nýju seríunni verður sýndur á Stöð 2 á sunnudaginn kemur en þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í dag. Mikill spenningur er fyrir seríunni hjá gömlum Dallas-aðdáendum og verður forvitnilegt að sjá hvort J.R Ewing, Bobbi Ewing og Sue Ellen hafi nokkru gleymt. Auk þeirra eru nýir leikarar sem leika Christopher og John Ross, syni Ewing-bræðranna enda voru þeir litlir strákar þegar síðasti þátturinn var tekinn upp af upprunalegu seríunni.

Ónefndur aðili tók saman brot af bestu frösum J.R. Ewing sem eru margir hverjir ódauðlegir.

Splunkuný þáttaröð af Dallas. Hvað er þetta fólk að gera …
Splunkuný þáttaröð af Dallas. Hvað er þetta fólk að gera á handklæðunum einum saman? Ljósmynd/TNT
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál