Fórnaði hjónabandinu

Usher hefur upplýst að hann fórnaði hjónabandi sínu fyrir starfsframann. Tónlistarmaðurinn stendur í skilnaði og á í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína, Tameku Foster.

Parið gekk í hjónaband 2007 en tveimur árum síðar óskaði Usher eftir skilnaði og skýrði frá því að þau hjónin hefðu ekki búið saman síðustu 12 mánuði.

Í viðtali við breska sjónvarpið BBC sagði tónlistarmaðurinn að starfsframinn skipti hann öllu máli og hann hefði þurft að færa stórar fórnir af þeim sökum.

„Ég var í frábæru sambandi en það rann út í sandinn af því að tónlistin átti hug minn allan,“ viðurkenndi Usher í sjónvarpsviðtalinu.

Tónlistarmaðurinn og fyrrverandi eiginkona hans eiga saman synina Usher V, fjögurra ára, og Naviyd sem er árinu yngri. Usher fer fram á sameiginlegt forræði þeirra en Foster krefst þess að fara ein með forræðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál