Ekki mjög áhugasamur um viðhald

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson. mbl.is/Styrmir Kári

Helgi Björnsson kann þá list að skrúfa frá sjarmanum og á örugglega eftir að skapa eftirminnilega kvöldstund í Hörpu á sunnudag, þjóðhátíðardaginn. Þá heldur hann tónleika þar sem fluttar verða íslenskar dægurperlur.

Helgi hélt samskonar tónleika fyrir ári, og þóttu heppnast sérlega vel.

Í þetta skiptið fær hann til liðs við sig Valdimar Guðmundsson, Ragnhildi Gísladóttur, Sigríði Thorlacíus, Eivöru Pálsdóttur, Jón Jónsson, KK og John Grant svo aðeins séu nefndir nokkrir af þeim fínu listamönnum sem koma fram.

Finnur heyrði í Helga og kom í ljós að hann á sér ýmsa leynda drauma og þrár.

1. Ég er góður í að elda pastaréttinn minn strozzapreti al burro e salvia sem þýðir kyrktur prestur í salvíu smjöri.

2 .Ég hef tekið ástfóstri við Berlín og Barcelona nema hvað...

3. Ég hef mikið dálæti á Tom Waits. Hann er frábær tónlistarmaður og einnig góður leikari.

4. Ég er flinkur bak við stýrið. Það er stöðugt verið að hringja í mig frá ökuskólanum vegna ökuleikni minnar.

5. Þegar ég var 13 ára gerði ég jafntefli við skáksnillinginn Smyslov.

6. Aldrei læt ég hákarl inn fyrir mínar varir.

7. Ég var ylfingur þegar ég var lítill og fannst frábært að vera í skátunum.

8. Ég verð að kaupa mér 2-3 tímarit áður en ég stíg upp í flugvél, annars get ég ekki farið af stað.

9. Helsta fóbían er að ég á mjög erfitt með marglyttur í heitum sjó. Þær geta brennt illilega og ég þoli ekki að vera í sjónum ef ég fæ veður af þeim.

10. Þegar ég var 10 ára ákvað ég að verða poppstjarna eða atvinnumaður í knattspyrnu, þannig að nú einbeiti ég mér að því seinna.

11. Ég elska tómata og alltaf þegar ég fer út í búð þá kaupi ég tómata, alveg sama hvað mikið er til af þeim heima.

12. Ef ég heyri ekki reglulega plötuna Exile on Main Street með The Rolling Stones, þá fæ ég fráhvarfseinkenni.

13. Ég er ekkert mjög áhugasamur um viðhald og viðgerðir.

14. Ég hrífst af jákvæðu og skemmtilegu fólki en þoli ekki hroka og tillitsleysi í fari fólks.

15. Ég fjárfesti í jákvæðu og alúðlegu viðmóti gagnvart þeim sem ég mæti á lífsleiðinni.

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson. mbl.is/Styrmir Kári

Sólrún Diego snúin aftur á Snapchat

19:00 Það gengur á ýmsu í heimi samfélagsmiðlanna um þessar mundir en hin geysivinsæla Sólrún Lilja Diego sem haldið hefur úti opnum Snapchat-reikningi um tíma tilkynnti í síðustu viku að hún ætlaði að taka sér hlé. Meira »

Hjálpar fólki að fá betri sjálfsmynd

18:00 „Hugsað síðan um hvað það er sem við viljum bæta og laga og vinna síðan að því að breyta því með kærleikann til okkar í farteskinu vitandi að það er engin drive-through lausn sem kippir því í lag á stundinni,“ segir Linda Baldvinsdóttir samskiparáðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli.“ Meira »

Stal senunni á rauða dreglinum

15:00 People’s Choice Awards fóru fram í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles í nótt og er óhætt að segja að öllu hafi verið til tjaldað. Meira »

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun

12:30 Er sykurlöngunin að fara með þig? Hér eru 7 einföld ráð sem hjálpa þér í baráttunni við sykurinn.   Meira »

Íslendingar hönnuðu villuna

09:47 Hönnunarfyrirtækið Minarc sem er í eigu Íslendinganna Erlu Daggar Ingjaldsdóttur og Tryggva Þorsteinssonar hannaði þetta dásamlega hús sem hefur hlotið heimsathygli. Húsið er staðsett í Hollywood Hills í Los Angeles og var ekkert til sparað þegar það var hannað og byggt. Meira »

Átta kílóum léttari eftir lyftingarnar

07:00 Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri efnagreininga- og gæðarannsóknadeildar hjá Alvotech og prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hefur æft kraftlyftingar í tvö ár og hefur síðan þá náð miklum árangri. Meira »

Sala á demöntum eykst hérlendis

í gær „Það er óhætt að segja að demantshringar með einum stórum demanti og jafnvel minni demöntum í öxlunum eru mest inni núna ásamt eitthvað skreyttum baugum með demöntum eða handgreftri,“ segir Páll. Meira »

Hvers vegna er pabbi undir sænginni?

Í gær, 23:59 „Eitt sinn þegar maðurinn minn var að fara niður á mig um miðja nótt æðir fjögurra ára sonur okkar inn í herbergi. Sem betur fer var maðurinn minn undir sæng, annars hefðum við eflaust þurft að svara fleiri vandræðalegum spurningum.“ Meira »

Gamla íbúðin hennar Völu Matt

í gær Ein smartasta kona Íslands, Vala Matt, hannaði þessa íbúð að innan en þarna bjó hún fyrir allmörgum árum. Íbúðin eldist ákaflega vel eins og sést á myndunum. Meira »

Viltu tvöfaldan vegan-borgara plús beikon?

í gær Í hinu fullkomna landi er sko hægt að lifa lífinu. Fjarskaland er svo sem ekkert Smartland en það er smart engu að síður.   Meira »

Töfratæki fyrir heilsufríkið

í gær Eitt af því sem gott er að hafa við höndina þegar fólk ætlar að taka upp betri og heilsusamlegri lífsstíl er góður blandari.  Meira »

Sterkar konur í forgrunni

í gær „Eftir ótal tölvupósta, símtöl og hittinga endaði ég á því að finna þrjár konur sem voru allar mjög ólíkar en áttu það sameiginlegt að vera helteknar af lyftingum og æfingum svo ég ákvað að hafa myndbandið þrískipt.“ Meira »

JÖR gjaldþrota

í gær Íslenska tískumerkið JÖR var tekið til gjaldþrotaskipta 11. janúar samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingablaðinu. Félagið hélt utan um hönnun á fatalínum JÖR og sá um að reka verslun við Laugaveg 89. JÖR var í eigu Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar og Gunnars Arnar Petersen. Meira »

Michelle Obama söðlar um

í gær Michelle Obama, fráfarandi forsetafrú Bandaríkjanna, ætlar aldeilis ekki að sitja auðum höndum eftir að hlutverki hennar í Hvíta húsin lýkur. Meira »

Þorbjörg, Guðjón og Margrét fögnuðu nýja staðnum

í gær Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Guðjón Þór Guðmundsson og Margrét Ásgeirsdóttir opnuðu Yogafood formlega í gær á Oddsson.   Meira »

Neyddi elskhugann í hjónaband

í fyrradag „Ég hef gert svolítið slæmt. Ég neyddi elskhuga minn til þess að giftast mér (setti honum afarkosti og svo framvegis). Núna er yndislegi, ástríki maðurinn minn orðinn alger martröð.“ Meira »