Aulabrandarar og smitandi hlátur

Það eru engar ýkjur að segja að Kristjáni Halldórssyni er margt til lista lagt. Á daginn stýrir hann verslun Máls og menningar af stakri fimi, en utan vinnutíma bregður hann sér í hlutverk bæði útvarpsmanns og músíkants í bandinu Prinspóló. Hljómsveitin verður meðal þeirra sem troða upp á hátíðinni Rauðasandur Festival á föstudag.

Miðvikudagur: Mætti hress í Mál og menningu þar sem mikill hugur var í samstarfsfólki mínu þar sem við höfum undirbúið opnun nýs gallerís í bókabúðinni.

Fimmtudagur: Í dag opnum við galleríið og höfum fengið Hugleik Dagsson til að vígja það. Hugleikur kom og stýrði uppsetningunni af mikilli natni, fagmaður á ferð.

Föstudagur: Í dag ætlum við að bruna vestur á æskuslóðir að hitta gamla skólafélaga og ég að skemmta mér með Hnífsdælingum. Fyrst er að fara í vinnuna og tryggja að allt sé í góðum málum. Þar sem ég bý vel að samstarfsfólki þá læddist ég fyrr úr vinnunni um miðbik dags til að leggja af stað keyrandi til Ísafjarðar með Bryndísi og börnunum Stefáni og Fríðu.

Laugardagur: Byrjaði daginn í kirkjugarðinum í Hnífsdal. Svokölluð bæjarhátíð var haldin og hamingjan á gömlum sem og nýjum Hnífsdælingum skein úr hverju andliti. Eftir hádegi hitti ég svo gömlu skólafélagana á Ísafirði og við lékum okkur saman. Næst þaut ég út í Hnífsdal með æskuvini mínum, honum Braga Valdimar, þar sem okkur var boðið í grill til systra minna.

Sunnudagur: Nú á að leggja af stað suður til Reykjavíkur eftir helgina, fjölskyldan mín verður eftir á Ísafirði þar sem þau eru komin í frí og ég fæ far með Bjarnveigu skólasystur eins og fjórir af mínum bestu félögum. Það var furðu skemmtileg bílferð þrátt fyrir að helgin hafi tekið sinn toll, sex tímar af skemmtilegum aulabröndurum og bráðsmitandi hlátri Bjarnveigar. Ég var ekki lengi að sofna þetta kvöld.

Mánudagur: Ég byrjaði daginn með Jóni Ólafs þar sem við fórum í upptökur á 10. þætti Albúmsins. Í dag tökum við fyrir hljómsveitina R.E.M. Sú hljómsveit hætti í nóvember á síðasta ári eftir 31 árs spilamennsku. Sumir kváðu, aðrir fögnuðu.

Þriðjudagur: Um morguninn fór ég á fund með Jakobi Frímanni og nokkrum kaupmönnum í Miðbænum okkar. Gott hljóð í fólki og mikill samhugur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Næntís-áhrif í Drápuhlíð - MYNDIR

13:00 Við Drápuhlíð í Reykjavík stendur 115 fm íbúð sem er ákaflega björt og fögur. Búið er að skipta um eldhús og baðherbergi og er hvíti liturinn áberandi. Það sem er sjarmerandi við íbúðina, fyrir utan skipulag og staðsetningu, er hvað húsgögnunum er raðað fallega inn í hana. Meira »

Gallabuxurnar orðnar hólkvíðar

10:00 Erla Björk Hjartardóttir ætlar ekki á vigtina fyrr en í næstu viku en þá eru fjórar vikur liðnar af Lífsstílsbreytingunni. Hún er hætt að borða brauð og ost og hefur sjaldan liðið betur. Meira »

5 leiðir til að eiga ekki ömurlegan mánudag

07:00 Mánudagar eru í litlu uppáhaldi hjá flestum. Það er þó ekki við mánudagana að sakast, enda má vel undirbúa sig svolítið á sunnudögum til að gera þá bærilegri. Það er að segja ef maður er ekki of upptekinn við að dútla sér á náttfötunum, sötra kaffi og glápa á Netflix. Meira »

Gísli og Nína með sömu hjúskaparstöðu og forsetinn

Í gær, 23:00 Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru skráð sem hjón ekki í samvistum í Þjóðskrá. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er með sömu skráningu í Þjóðskrá. Meira »

„Við skildum fyrir fimmtán árum“

Í gær, 20:00 Gísli Rúnar Jónsson segir að fyrrverandi eiginkona hans, Edda Björgvinsdóttir, verði að finna sjálf út úr eigin vandamálum. Þau séu nefnilega skilin og gerðu það fyrir fimmtán árum. Meira »

Ólafur Ragnar með sama bindið

Í gær, 17:33 Ólafur Ragnar Grímsson mætti með gult munstrað bindi í útvarpsþáttinn Sprengisand á sunnudaginn. Hann hefur sést áður með bindið en hann skartaði því í kosningabaráttunni 2012. Meira »

Heiða Hannesar á leið í aðra stofnfrumumeðferð

Í gær, 14:08 Snorri Hreiðarson maður Bjarnheiðar Hannesdóttur segir að hún hafi sýnt töluverðar framfarir eftir fyrstu stofnfrumumeðferðina og sé á leið í aðra meðferð. Meira »

Fá betri heim að launum

Í gær, 17:00 „Við leitum að ungu pari til þess að taka þátt í heimildarmyndinni okkar UseLess. Parið þarf að vera í sambúð, opið, ófeimið og tilbúið að læra ýmislegt nýtt um sóun á mat og fatnaði,“ segir Rakel Garðarsdóttir. Meira »

Hollywood-endurfundir - MYNDIR

í gær Mannstu eftir blikkandi dansgólfinu? Mannstu eftir Módel 79? Mannstu eftir Cuba Libre? Drakkstu romm í kók? Fólkið sem djammaði í Hollywood hélt endurfundi um helgina og var svona líka mikið stuð. Meira »

Baltasar og Lilja sáu Ingvar á sviðinu - MYNDIR

í gær Hjónin Baltasar Kormákur og Lilja Sigurlína Pálmadóttir mættu í Þjóðleikhúsið á laugardagskvöldið þegar Heimkoman var frumsýnd. Meira »

Þetta þurfa allir karlmenn að vita um tíðahringinn

í gær Karlmenn: Þetta er vikan sem þið hafið verið að bíða eftir. Konan mun vera löðrandi í kynþokka og sjálfsöryggi. Þú munt vilja notfæra þér það. Segðu konunni þinni hversu kynþokkafull hún sé, gefðu henni vönd af uppáhaldsblómunum hennar. Skipuleggðu stefnumót, svo sakar ekki að klæmast svolítið. Hún mun eflaust kunna að meta þetta. Meira »

Eru karlkyns fyrirsætur í yfirstærð nýjasta nýtt?

í fyrradag Lítið hefur þó farið fyrir karlkyns fyrirsætum í yfirstærð, þrátt fyrir að pabbalíkaminn, eða hinn svokallaði dad bod, hafi verið að koma sterkur inn undanfarið. Pabbalíkaminn einkennist af bumbu, jafnvel svolitlum karlmannsbrjóstum, auk þess sem bringuhár skemma ekki fyrir. Meira »

Svona líta nýbakaðar mæður út

í fyrradag Með verkum sínum vill McCain vekja konur til vitundar og sýna kvenlíkamann eins og hann raunverulega er og stuðla að jákvæðari líkamsímynd kvenna. Meira »

Dúndurstuð í 50 ára afmæli Þórunnar - MYNDIR

í fyrradag Þórunn Pálsdóttir fasteignasali á Mikluborg hélt glæsilega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli sínu. Þorgerður Katrín var veislustjóri. Meira »

Fékk lús rétt eftir þrítugt

í fyrradag „Á þriðjudagsmorgni fáum við meldingu um að leikskólinn vilji taka á lúsarmálinu af hörku, búið sé að boða til fagfólk í lúsarleitun og við munum fá að vita ef eitthvað leynist í kolli barnanna okkar. Ég var að sjálfsögðu sallaróleg þar til símanúmer leikskólans birtist á símaskjánnum hjá mér upp úr 10 þann morgun. Dómuri fallinn, leitarkonan fann nit, barnið þurfti að sækja hið snarasta.“ Meira »

Svona kemst þú í gegnum veturinn

11.10. Veturinn er á næsta leyti, það er dimmt, blautt og drungalegt úti svo ekki sé minnst á bansettan kuldann. Hvernig á nokkur maður að fara að því að halda í gleðina undir þessum kringumstæðum? Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.