Aulabrandarar og smitandi hlátur

Það eru engar ýkjur að segja að Kristjáni Halldórssyni er margt til lista lagt. Á daginn stýrir hann verslun Máls og menningar af stakri fimi, en utan vinnutíma bregður hann sér í hlutverk bæði útvarpsmanns og músíkants í bandinu Prinspóló. Hljómsveitin verður meðal þeirra sem troða upp á hátíðinni Rauðasandur Festival á föstudag.

Miðvikudagur: Mætti hress í Mál og menningu þar sem mikill hugur var í samstarfsfólki mínu þar sem við höfum undirbúið opnun nýs gallerís í bókabúðinni.

Fimmtudagur: Í dag opnum við galleríið og höfum fengið Hugleik Dagsson til að vígja það. Hugleikur kom og stýrði uppsetningunni af mikilli natni, fagmaður á ferð.

Föstudagur: Í dag ætlum við að bruna vestur á æskuslóðir að hitta gamla skólafélaga og ég að skemmta mér með Hnífsdælingum. Fyrst er að fara í vinnuna og tryggja að allt sé í góðum málum. Þar sem ég bý vel að samstarfsfólki þá læddist ég fyrr úr vinnunni um miðbik dags til að leggja af stað keyrandi til Ísafjarðar með Bryndísi og börnunum Stefáni og Fríðu.

Laugardagur: Byrjaði daginn í kirkjugarðinum í Hnífsdal. Svokölluð bæjarhátíð var haldin og hamingjan á gömlum sem og nýjum Hnífsdælingum skein úr hverju andliti. Eftir hádegi hitti ég svo gömlu skólafélagana á Ísafirði og við lékum okkur saman. Næst þaut ég út í Hnífsdal með æskuvini mínum, honum Braga Valdimar, þar sem okkur var boðið í grill til systra minna.

Sunnudagur: Nú á að leggja af stað suður til Reykjavíkur eftir helgina, fjölskyldan mín verður eftir á Ísafirði þar sem þau eru komin í frí og ég fæ far með Bjarnveigu skólasystur eins og fjórir af mínum bestu félögum. Það var furðu skemmtileg bílferð þrátt fyrir að helgin hafi tekið sinn toll, sex tímar af skemmtilegum aulabröndurum og bráðsmitandi hlátri Bjarnveigar. Ég var ekki lengi að sofna þetta kvöld.

Mánudagur: Ég byrjaði daginn með Jóni Ólafs þar sem við fórum í upptökur á 10. þætti Albúmsins. Í dag tökum við fyrir hljómsveitina R.E.M. Sú hljómsveit hætti í nóvember á síðasta ári eftir 31 árs spilamennsku. Sumir kváðu, aðrir fögnuðu.

Þriðjudagur: Um morguninn fór ég á fund með Jakobi Frímanni og nokkrum kaupmönnum í Miðbænum okkar. Gott hljóð í fólki og mikill samhugur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Ríka fólkinu kastað út í sundlaug

12:00 Það er ekki bara Jón Baldvin Hannibalsson sem á að hafa kastað mönnum í sundlaug. JR Ewing í Dallas gerði mikið af því til að fá sínu framgengt. Meira »

Varð frekar brjáluð þegar dagskráin riðlaðist

10:00 Bjarnheiður Hannesdóttir var ekki sátt þegar hún komst að því að hún kæmist ekki í sjúkraþjálfun í gær vegna stofnfrumumeðferðarinnar. Meira »

Birti fyrsta myndbandið eftir mikla umhugsun

07:31 „Mér þótti alltaf vanta fleiri íslenska förðunarbloggara á YouTube. Mig hefur langað til að gera mitt eigið myndband á íslensku í langan tíma en aldrei látið verða af því fyrr en nú,“ segir förðunarfræðingurinn Fanney Skúladóttir sem nýverið birti sitt fyrsta förðunar-kennslumyndband á netinu. Meira »

Demi Moore vill fá 10,2 milljarða fyrir þakíbúðina

Í gær, 23:00 Leikkonan Demi Moore hefur nú sett þakíbúð sína í New York á sölu. Ásett verð er 10,2 milljarðar króna. Moore keypti íbúðina ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, árið 1990. Meira »

Reyndi að halda fyrirsætuferlinum leyndum

Í gær, 20:30 Ítalski stærðfræðikennarinn Pietro Boselli reyndi að halda því leyndu fyrir nemendum sínum að hann tekur að sér fyrirsætustörf í frítíma sínum. Það tókst í einhvern tíma þar til einn nemandi Boselli „googlaði“ hann og áttaði sig á því að eitt eftirsóttasta karlmódel heims var að kenna honum stærðfræði. Meira »

Hildur og Ólafur Stephensen að hittast

Í gær, 17:24 Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, eru að hittast. Meira »

Fermetrinn á 627.000 kr. á Lindargötu

Í gær, 14:11 Við Lindargötu í Reykjavík eru komnar íbúðir á sölu í fjölbýlishúsi. Það sem vekur athygli er hvað fasteignaverðið er hátt en í íbúðunum fylgir allt, líka uppþvottavél og ísskápur. Meira »

Ódýrasta lausnin sem gerir kraftaverk

Í gær, 16:09 Lesendur Smartlands Mörtu Maríu elska ódýrar og sniðugar lausnir sem fegra heimilið eða vinnustaðinn.   Meira »

Nokkur kíló farin og engin ástæða til að gefast upp

Í gær, 14:01 „Nú þegar heilsuferðalagið er rétt að verða hálfnað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Síðustu vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar og skemmtilegar en líka pínu erfiðar og þá sérstaklega síðasta vika.“ Meira »

Tuttugu sekúndur af hugrekki

í gær „Nýlega lærði ég nytsamlega aðferð til að takast á við ótta. Hún byggist á þeirri hugmynd að við þurfum einungis að vera hugrökk í tuttugu sekúndur í senn til að framkvæma það sem við óttumst.“ Meira »

Kaupir bara föt í Mótor

í gær „Ég kaupi BARA föt í Mótor í kringlunni. Það eru allir rosa hissa á þessu og það er ekkert rosalega smart en það kannski ágætt á móti öllu pjattinu í fólki. Ég veit um fólk sem vill bara versla í ákveðnum búðum sem hafa einhvern ákveðinn fínan stimpil á sér en það er fáránlegt, ég fer alltaf í allar búðir og finn ekkert. Meira »

„Freki karlinn“ vekur fólk til umhugsunar

í gær Jón Gnarr á stjörnuleik sem „Freki karlinn“ sem vill ráða öllu einhliða. Í hlutverki „Freka karlsins“ fær gamli skólinn aldeilis að njóta sín. Meira »

Heiða farin í fyrstu stofnfrumusprautuna

í fyrradag Bjarnheiður Hannesdóttir er búin að fara í fyrstu stofnfrumusprautuna. Hún er viðbúin því að verða slöpp fyrst á eftir.   Meira »

Einföld ráð til að losna við bólgur á augnsvæði

í fyrradag Bólgur á augnsvæði geta haft mikil áhrif á útlit fólks. Það er ýmislegt sem veldur þrota og bólgum á augnsvæði, til dæmis svefnleysi, hormónaójafnvægi, timburmenn, slæmt mataræði og álag en hérna kemur listi yfir nokkur ráð sem gætu gert allt betra á nýjan leik. Meira »

Töfraveggur í minnstu íbúð veraldar

í fyrradag Hvernig ætlar þú að koma öllu fyrir þegar gólfplássið er takmarkað? MKCA hönnuðu íbúð í New York með færanlegum vegg og færanlegu sjónvarpi og rúmi. Meira »

Geggjaðir kanilsnúðar með kremi

19.4. Þessa geggjuðu kanilsnúða tekur stuttan tíma að útbúa en útkoman er æðisleg. Þessa snúða er tilvalið að gera um helgar þegar nammidagarnir eru teknir á næsta stig. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.