Aulabrandarar og smitandi hlátur

Það eru engar ýkjur að segja að Kristjáni Halldórssyni er margt til lista lagt. Á daginn stýrir hann verslun Máls og menningar af stakri fimi, en utan vinnutíma bregður hann sér í hlutverk bæði útvarpsmanns og músíkants í bandinu Prinspóló. Hljómsveitin verður meðal þeirra sem troða upp á hátíðinni Rauðasandur Festival á föstudag.

Miðvikudagur: Mætti hress í Mál og menningu þar sem mikill hugur var í samstarfsfólki mínu þar sem við höfum undirbúið opnun nýs gallerís í bókabúðinni.

Fimmtudagur: Í dag opnum við galleríið og höfum fengið Hugleik Dagsson til að vígja það. Hugleikur kom og stýrði uppsetningunni af mikilli natni, fagmaður á ferð.

Föstudagur: Í dag ætlum við að bruna vestur á æskuslóðir að hitta gamla skólafélaga og ég að skemmta mér með Hnífsdælingum. Fyrst er að fara í vinnuna og tryggja að allt sé í góðum málum. Þar sem ég bý vel að samstarfsfólki þá læddist ég fyrr úr vinnunni um miðbik dags til að leggja af stað keyrandi til Ísafjarðar með Bryndísi og börnunum Stefáni og Fríðu.

Laugardagur: Byrjaði daginn í kirkjugarðinum í Hnífsdal. Svokölluð bæjarhátíð var haldin og hamingjan á gömlum sem og nýjum Hnífsdælingum skein úr hverju andliti. Eftir hádegi hitti ég svo gömlu skólafélagana á Ísafirði og við lékum okkur saman. Næst þaut ég út í Hnífsdal með æskuvini mínum, honum Braga Valdimar, þar sem okkur var boðið í grill til systra minna.

Sunnudagur: Nú á að leggja af stað suður til Reykjavíkur eftir helgina, fjölskyldan mín verður eftir á Ísafirði þar sem þau eru komin í frí og ég fæ far með Bjarnveigu skólasystur eins og fjórir af mínum bestu félögum. Það var furðu skemmtileg bílferð þrátt fyrir að helgin hafi tekið sinn toll, sex tímar af skemmtilegum aulabröndurum og bráðsmitandi hlátri Bjarnveigar. Ég var ekki lengi að sofna þetta kvöld.

Mánudagur: Ég byrjaði daginn með Jóni Ólafs þar sem við fórum í upptökur á 10. þætti Albúmsins. Í dag tökum við fyrir hljómsveitina R.E.M. Sú hljómsveit hætti í nóvember á síðasta ári eftir 31 árs spilamennsku. Sumir kváðu, aðrir fögnuðu.

Þriðjudagur: Um morguninn fór ég á fund með Jakobi Frímanni og nokkrum kaupmönnum í Miðbænum okkar. Gott hljóð í fólki og mikill samhugur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Afbragðsfalleg íbúð á Norðurbakka

13:30 Við Norðurbakka í Hafnarfirði stendur glæsileg 118 fm íbúð í húsi sem byggt var 2007. Allar innréttingar eru hvítar sprautulakkaðar og borðplatan er úr graníti. Heimilið er sérstaklega fallegt og hver hlutur á sinn stað. Gráir tónar eru áberandi en þar kemur líka smá rautt við sögu. Meira »

Gómsætt hvítlaukspasta með rækjum

13:00 Þetta gómsæta pasta bragðast best með ísköldu hvítvíni. Það er bragðmikið og „djúsí“ og tekur ekki nema um 20 mínútur að undirbúa og elda. Fullkominn réttur fyrir helgina. Meira »

Útlendingar heyra íslenska stílinn

10:00 „Lagið Intoxicated snýst um „femme fatale“... konu sem reynir að elska, en getur það ekki. Við erum að klára myndbandið sem franski framleiðandinn Raphael Kindig tók upp,“ segir tónlistakonan Þórunn Egilsdóttir sem samdi lagið Intoxicated fyrir franska kvikmynd sem kemur út á næsta ári. Meira »

Óléttri konu og syni hennar vísað frá borði

07:00 Kanadíska söngkonan Sarah Blackwood lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í fyrradag en henni og tveggja ára syni hennar var vísað frá borði flugvélar flugfélagsins United Airlines. Ástæðan fyrir brottvísuninni er sú að sonur hennar grét hástöfum rétt fyrir brottför þegar þau mæðgin ætluðu að ferðast til Vancouver frá San Francisco. Meira »

Hefur farið í 191 aðgerð en er ekki hættur

Í gær, 23:00 Justin Jedlica hefur farið í 191 fegrunaraðgerð og er hvergi nærri hættur. Hann tekur útlitið alvarlega og hannar sínar eigin sílikonfyllingar sjálfur. Í seinustu aðgerðinni sem hann fór í fékk hann „vöðva“ í bakið. Meira »

Björn Ingi Hrafnsson steggjaður

Í gær, 20:00 Björn Ingi Hrafnsson ætlar að kvænast kærustu sinni, Kolfinnu Von Arnardóttur, almannatengli. Í tilefni af giftingunni var honum rænt af vinum sínum og hann steggjaður. Meira »

„Ég er bara einhverskonar ódrepandi skoffín“

Í gær, 15:54 „Aðeins á Vogi eða Litla Hrauni finnst mér ég vera á meðal jafningja. Ég á ekki einu sinni samleið með sjálfum mér. Mitt eina haldreipi í þessu lífi er fjölskyldan mín og vinir. Fyrir þau er ég þakklátur.“ Meira »

Klæddist 4.000 króna buxnapilsi

Í gær, 18:54 Jennifer Lopez skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið á tónlistarhátíðinni Mawazine sem haldin var í Morocco í gær. Lopez klæddist þröngum gegnsæjum blúndubol og ljósbleiku buxnapilsi við setningu hátíðarinnar. Mikla athygli hefur vakið að buxnapilsið sem Lopez klæddist er hræódýrt en það kostar tæpar 4.000 krónur í versluninni Forever 21. Meira »

Segir sögu sína: Varð fyrir hópnauðgun 17 ára

í gær Íslenskar konur segja frá kynferðislegu ofbeldi inni á Beauty Tips síðunni á Facebook. Ein þeirra, sem varð fyrir hópnauðgun, segist hafa orðið þunglynd í kjölfarið. Meira »

María Birta flytur til Los Angeles

í gær Hjónin María Birta Bjarnadóttir og Elli Egilsson eru að flytja til Los Angeles en þau fengu atvinnuleyfi í gær.   Meira »

Sultuslakur í litlum trailer í Grindavík

í gær Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson segist vera með lágstemmd sumarfrísplön og ætlar ekki að fjárfesta í neinum sumarfötum því hann er hættur að taka út vöxt og passar því í sömu fötin ár eftir ár. Meira »

Marilyn Monroe skemmti sér á þessari eyju

í gær Þeir sem dreymir um að eignast einkaeyju sem hin fagra Marilyn Monroe lét fara vel um sig á gætu nú látið drauminn rætast. Þessi guðdómlega einkaeyja liggur nærri Long Island Sound, Connecticut, og er til sölu. Meira »

Gullhúðað kynlífstól á 2,5 milljónir króna

í fyrradag Kynlífsvöruverslunin Coco de Mer selur aðeins það besta að því er virðist. Þeirra nýjasta og jafnframt dýrasta tól kostar skildinginn eða um 2,5 milljónir króna, hvorki meira né minna. Meira »

Hippatískan tröllríður öllu þessa stundina

í fyrradag Tískan fer í hringi, svo mikið er víst. Þessa dagana eru tískustraumar innblásnir af áttunda áratug seinustu aldar áberandi. Kögur, rúskinn og loð leikur þá stórt hlutverk. Meira »

Bónorðið sem er að gera allt vitlaust

í fyrradag Brúðurin á myndinni lítur kannski út fyrir að samgleðjast parinu sem stendur fyrir framan hana en gerir hún það í raun og veru? Þessi mynd af brúðkaupsgesti bera upp bónorð beint fyrir framan nýgift hjónin hefur vakið mikla athygli. Meira »

Brosað hringinn í Tjarnarbíói

í fyrradag Gleðin var við völd í Tjarnarbíói þegar leiksýningin Eldhúsið var sýnt. Verkið segir frá eldri manni og lítilli stelpu, sem eru afar ólík, en þau sameinast þegar þau finna autt hús. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.