„Þetta var banvæn blanda“

Jakob Bjarnar Grétarsson.
Jakob Bjarnar Grétarsson.

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er búinn að skrifa bók um stormasama ritstjórnartíð Mikaels Torfasonar rithöfundar á DV. Bókin, Í slagsmálum við þjóðina, byggir á ítarlegum viðtölum við Mikael, blaðið borið saman við höfundarverk Mikaels og fjallað um fyrirbærið tabloid sem virðist rekast illa í íslensku samfélagi á árunum 2003-2006.

Í upphafi árs 2006 greip gríðarleg heift og bræði um sig meðal almennings. DV hafði þá um hríð verið umdeilt blað en steininn tók úr 10. janúar þegar bárust fréttir þess efnis að maður sem var til umfjöllunar í blaðinu og á forsíðu hefði svipt sig lífi þá um nóttina. Þremur dögum síðar, sögðu ritstjórar blaðsins, Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, upp störfum vegna málsins.

En hvers vegna ákvað Jakob Bjarnar að skrifa bók um þetta málefni? „Mér fannst eins og menn vildu afgreiða þennan umbrotatíma full „billega“, svo ég sletti. Menn fóru gersamlega hamförum, offari, við að jarðsetja blaðið; fóru fram úr sér með miklum glæsibrag - allt frá ráðamönnum niðrí presta og allt þar á milli. Gerðu sig seka um það hið sama og þeir töldu sig vera að gagnrýna í 4. Veldi,“ segir Jakob.

En nú eruð þið Mikael Torfason miklir vinir, skemmdi það ekkert fyrir? „Við erum miklir mátar, sem setti mig í ákveðinn vanda. Sem ég var mér meðvitaður um. Þú þarft að taka gleraugun af nefinu til að geta skoðað þau. Ég reyndi að setja mig í fjarlægð frá viðfangsefninu.

Kom eitthvað á óvart við vinnslu bókarinnar? „Já, ýmislegt í raun. Ég fór til að mynda vandlega í saumana á DV, á því tímabili sem Mikki var þar ritstjóri, og það kemur mér á óvart hversu frábært þetta blað var í raun. Það er öfugt við það sem margir vilja halda fram; efnistökin eru afskaplega frískleg. En, þarna var boðið uppá banvæna blöndu: Fjallað um erfið mál sem flestir fjölmiðlar vildu ekki snerta á fyrr en DV hafði brotið eggin í ommilettuna. Þá var það gjarnan svo að menn biðu eftir því að DV greindi frá málinu, og vegna þess að alið hafði verið á andúð á blaðinu, voru þeir sem tengdust því fengnir í viðtöl; fengu fyrst að úthúða DV og þá gátu menn farið að fjalla um málin. Og svo þetta að efnistök voru oft á húmorískum nótum. Þetta var banvæn blanda,“ segir Jakob Bjarnar.

Í slagsmálum við þjóðina eftir Jakob Bjarnar Grétarsson.
Í slagsmálum við þjóðina eftir Jakob Bjarnar Grétarsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál