Hefur selt fjögur börn

Xiurong með barnabarn sitt
Xiurong með barnabarn sitt MailOnline

Á heimasíðu MailOnline má lesa sorglega sögu kínverskrar konu að nafni Du Xiurong. Xiurong viðurkennir að hafa selt fjögur börn sín þegar þau voru nýfædd til að sjá fyrir fjölskyldu sinni.

Það var á árunum 2005-2012 sem að Xiurong, sem er blind, seldi fjögur börn, þrjár stelpur og einn strák. Xiurong hefur eignast sex börn en hefur aðeins getað haldið tveim elstu.

„Ef ég væri ekki blind þyrfti ég ekki að gera þetta,“ segir Xiurong sem kveðst elska börn. „Ef ég væri hæf hefði ég auðvitað annast börnin og alið þau upp en ég gat það ekki. Þess vegna finn ég góðar fjölskyldur til að ættleiða þau.

<span>„Ég gef þeim börn sem langar í börn en geta ekki átt þau sjálf,“</span> segir <span><span>Xiurong</span> sem telur sig vera að gera hið rétta.</span>

<span><span><span>Xiurong</span>, sem blindaðist í slysi þegar hún var fimm ára, gifti sig aðeins 14 ára gömul. „Foreldrar mínir litu á mig sem byrði og vildu losna við mig sem allra fyrst. Þegar þau komust að því að einhver vildi giftast mér voru þau fljót að henda mér út.“</span> Fljótlega eftir brúðkaupið áttaði hún sig á því að nýi eiginmaðurinn gat ekki unnið. „Þrátt fyrir að hann sé heilbrigður getur hann ekki skaffað pening, þvert á móti. Það er ég sem hef þurft að sjá um fjölskylduna.“<br/></span>

<div>

<span>Eftir að <span><span>Xiurong</span> eignaðist fyrstu tvö börnin sín áttaði hún sig á að hún þyrfti að eignast pening til að borga fyrir skólagöngu barnanna. Þá greip hún til þess örþrifaráðs að eignast börn og selja þau. Fyrir fyrsta barnið sem hún seldi fékk hún um 50.000 íslenskar krónur.</span><br/></span>

<span>Nú hefur <span><span>Xiurong</span> eignast barnabarn en hún er staðráðin í að það barn fái gott uppeldi og góða menntun.</span><br/></span>

</div>
Xiurong blindaðist í slysi þegar hún var fimm ára gömul
Xiurong blindaðist í slysi þegar hún var fimm ára gömul MailOnline
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál