40 myndir af 40 óléttum pörum

Ekaterina, Roman og ófædd dóttir þeirra Maria.
Ekaterina, Roman og ófædd dóttir þeirra Maria. Ljósmynd/Jana Romanova

Ljósmyndarinn Jana Romanova hefur tekið myndir af óléttum vinkonum sínum og ókunnugum sofandi fyrir ljósmyndaverkefnið sem hún kallar „Waiting“ eða „bíðandi“ á íslensku, en verkefnið er ljósmyndir af stækkandi fjölskyldum.

„Fyrir tveimur árum tók ég eftir því að nánast allir vinir mínir voru að verða mæður og feður,“ sagði Jana Romanova sem er 29 ára gömul frá Sankti Pétursborg í Rússlandi í samtali við Daily Mail.

„Ég var ekki tilbúin fyrir þessa skyndilegu breytingu í lífi mínu af því að ég gat ekki ímyndað mér lífið án hvatvísra ferðalaga og langra samræðna á næturnar um hversu frábært líf okkar væri,“ sagði Romanova. Hún ákvað því að mynda ferlið til þess að fá dýpri skilning á þessari skyndilegu breytingu í lífi hennar.

„Bestu vinir mínir voru að fara verða foreldrar með mikla ábyrgð og þau tóku breytingunum öll á mismunandi hátt, létu eins og þau væru hamingjusömustu pör í heimi, opinberlega, en stundum grétu þau af hræðslu við það sem koma skyldi, þegar enginn horfði til.

Ég byrjaði að mynda vini mína, vini þeirra og á endanum fólk sem ég þekkti ekki neitt í þeirra persónulegasta rými – í rúminu, snemma á morgnana þegar þau voru sofandi eða syfjuð. Það er sá tími dagsins þegar öllum er sama hvernig þeir líta út.“

Til þess að gera myndirnar eins eðlilegar og unnt var beið ljósmyndarinn stundum þar til klukkan fimm og sex á morgnana til að ná fullkomnari mynd, með því að standa uppi í stiga yfir hjónarúminu og smella af.

Á tveimur árum tók Romanova 40 myndir af 40 pörum og hver mynd átti að tákna hverja viku í ferlinu.

Með þessu náði Romanova að túlka tilfinningarnar og viðkvæmnina sem því fylgir að vera óléttur á öllum stigum óléttunnar. Frá augnablikinu þegar pörin komast að því að fjölskylda þeirra er að stækka þar til það er orðið mjög raunverulegt að það sé barn að koma í heiminn.

„Pörin eru ekki aðeins að bíða eftir að fæða barn í heiminn, heldur vita þau líka að líf þeirra er að fara breytast eftir 40 vikur,“ sagði Romanova.

Viðfangsefnin eru ung rússnesk pör á aldrinum 20-30 ára, sofandi eða syfjuð, myndir sem eru teknar á árunum 2009-2011 í Sankti Pétursborg og Moskvu. Fleiri myndir af verkefninu og fleiri verkefnum Romanova má finna á vef Jönu Romanova HÉR. 

Þau eru ekki aðeins að bíða eftir að fæða barn …
Þau eru ekki aðeins að bíða eftir að fæða barn í heiminn, heldur vita þau líka að líf þeirra er að fara breytast eftir 40 vikur. Ljósmynd/Jana Romanova
Dmitry, Viktoria og ófædd dóttir þeirra, Katherina þegar Viktoria var …
Dmitry, Viktoria og ófædd dóttir þeirra, Katherina þegar Viktoria var komin þrjá mánuði á leið. Ljósmynd/Jana Romanova
Maria, Pavel og ófædd dóttir þeirra, Varvara.
Maria, Pavel og ófædd dóttir þeirra, Varvara. Ljósmynd/Jana Romanova
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál