Á von á sjöunda barninu

Ósk Norðfjörð er hér ásamt eiginmanni sínum, Sveini Elíasi Elíassyni …
Ósk Norðfjörð er hér ásamt eiginmanni sínum, Sveini Elíasi Elíassyni og börnum þeirra.

Fyrirsætan Ósk Norðfjörð á von á sjöunda barninu sínu en hún er komin rúma þrjá mánuði á leið. Hún segir að eftir að hún eignaðist þriðja barnið hafi þetta orðið að rútínu. „Í gamla daga þótti það bara eðlilegt að eiga sjö börn,“ segir hún og vill meina að þetta sé ekki mikið mál.

„Elsti strákurinn minn er að verða 16 ára og svo stækka hin börnin svo fljótt. Ég kem sjálf úr stórum systkinahópi og finnst þetta bara yndislegt. Þetta er það sem ég vil gera, en ég játa að nú er ég hætt, þetta er síðasta barnið,“ segir hún og brosir.

Ósk segist vera fædd í að ganga með börn og segir að henni líði alltaf sérstaklega vel þegar hún gengur með barn.

„Mér hefur alltaf liðið vel á meðgöngunni. Ég er dugleg að hreyfa mig hvort sem ég er ólétt eða ekki. Meðganga er ekki veikindi  og ekki sjúkdómur.

Börnin hennar Óskar eru á misjöfnum aldri. Yngsta barnið hennar verður tveggja ára í sumar en hin börnin eru fimm ára, sjö ára, 11 ára, 13 ára og 16 ára. Þegar hún er spurð að því hvernig hún haldi sér í formi segist hún bæði mæta á æfingar í World Class og svo sé fín hreyfing að hlaupa á eftir börnunum. „Ég lyfti fimm sinnum í viku og svo ligg ég náttúrlega ekkert uppi í sófa á kvöldin með snakk. Ég er eins og þeytispjald á kvöldin að hugsa um börnin, hjálpa þeim að læra og gera það sem þarf að gera á heimilinu. Svo á ég svo yndislega ungan og duglegan mann,“ segir hún.

Ósk strengdi engin áramótaheit en hún hætti að borða nammi fyrir hálfu ári og segist finna mikinn mun á sér síðan þá. „Ég fékk miklu meiri orku og hætti alveg að vera slöpp.“

Ástin í lífi Óskar er Sveinn Elías Elíasson en hann er 11 árum yngri en hún. Fyrir átti Ósk fimm börn en saman eiga þau soninn sem verður tveggja ára næsta sumar.

„Við erum búin að saman í þrjú ár. Ég kynntist honum á hlaupabrautinni á Laugardalsvellinum og kolféll fyrir honum. Þetta var ást við fyrstu sýn og við erum búin að vera saman síðan.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál