Að vakna við hliðina á Sigtryggi gerir lífið betra

Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona stendur í ströngu þessa dagana.
Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona stendur í ströngu þessa dagana. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona hefur nóg að gera þessa dagana en í liðinni viku tók hún þátt í tveimur frumsýningum. Annarsvegar fer hún með eitt af aðalhlutverkunum í Harry og Heimi og svo leikur hún í Útundan, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í vikunni. Ég spurði Svandísi Dóru spjörunum úr. 

Hvernig ertu? Ég er bara góð. Þetta er búin að vera annasöm vika þannig að ég er ansi þreytt en sæl og lukkuleg.

Hvað gerir alla daga innihaldsríkari? Vakna við hliðina á manninum mínum og kyssa hann góðan dag.

Ef þú ættir að veita einhverjum orðu, hver fengi hana og hvers vegna? Mömmu minni, Sigrúnu Ingólfsdóttur, því hún á það svo mikið skilið.

Hvert dreymir þig um að komast? Ef við erum að tala um lífið almennt þá reyni ég að vera sem mest í núinu og njóta augnabliksins. Annars langar mig rosalega mikið til þess að fara í heimsreisu.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég kemst líklegast ekkert í sumarfrí fyrr en í október en þá væri draumurinn að komast í gott frí þar sem ég get flatmagað á strönd í sól og hita og gert sem minnst.

Hvað gerir þú um helgar? Það er mjög misjafnt. Það er frábært að byrja daginn á ræktinni úti á Nesi og skella sér svo í pottinn og gufu. Stefna svo upp í hesthús og ríða svolítið út. Stundum er ég að sýna um helgar en ef ég er í fríi finnst mér mjög gaman að hóa saman skemmtilegu fólki í mat þar sem er mikið hlegið og oftast endað á að dansa í stofunni. Mér finnst ekki leiðinlegt að dansa (nú hlæja eflaust einhverjir vinir mínir)!

Svandís Dóra Einarsdóttir.
Svandís Dóra Einarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál