Margrét Gauja komin í ársleyfi

Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og varaþingmaður Samfylkingarinnar er komin í tímabundið leyfi frá störfum en hún er að flytja til Hafnar í Hornafirði ásamt fjölskyldu sinni. Margrét Gauja sóttist eftir oddvitasæti á lista Samfylkingarinnar í bænum fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fram fóru í vor.

Bærinnokkar.is greinir frá þessu og í samtali við vefinn segir Margrét Gauja að atvinnumálin hafi tekið snöggum breytingum.

„Síðasta haust ákvað ég að einbeita mér alfarið að pólitíkinni og lét því af störfum sem kennari í Garðaskóla, þar sem ég hafði starfað í mörg ár. Ég hafði þá umfangsmiklu hlutverki að gegna á vettvangi bæjarstjórnarinnar þar sem ég var m.a. forseti bæjarstjórnar og stjórnarformaður Sorpu bs,“ segir Margrét Gauja sem segist alls ekki hætt í pólitík né heldur hafi hún sagt skilið við Hafnarfjörð. Hún segir það ekkert einsdæmi að fólk fái tímabundið leyfi frá störfum. Hún segir að seta í bæjarstjórn í Hafnarfirði sé ekki fullt starf og þess vegna hafi hún leitað sér að öðru starfi. Næsta árið mun Margrét Gauja sinna verkefnum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu.

Í janúar heimsótti ég Margréti Gauju á heimili hennar í Hafnarfirði. Eitt af því magnaðasta sem hún hefur upplifað er þegar hún fæddi barn í ganginum á heimili sínu í Bjarnabæ í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál