Ætlar að finna sér mann fyrir 1. nóvember

Guðrún Veiga og Geir Ólafs.
Guðrún Veiga og Geir Ólafs.

Guðrún Veiga er á fullu að taka upp þættina, Nenni ekki að elda, sem sýndir verða á isTV en stöðin fer aftur í loftið á mánudaginn eftir smátækniörðugleika. Í nýjustu bloggfærslu sinni fer Guðrún Veiga um víðan völl.

„Hefur þú matað Geir Ólafs? Eða látið hann mata þig? Þið megið vera spennt fyrir þessum þætti,“ segir hún.

„Ó, ég borðaði svo ljómandi fínan taílenskan mat fyrir stuttu. Á Ban Kúnn sem staðsettur er á Völlunum í Hafnarfirði. 1490 krónur fyrir þrjá rétti og þrjú kíló af hrísgrjónum. Ég er tilbúin að keyra til Hafnarfjarðar fyrir það. Já ókei, ég er búin að keyra þangað nokkrum sinnum. Djúpsteiktu rækjurnar - maður lifandi. Þær má deyja fyrir.“

„Uppþvottavélin í Breiðholti er með stæla. Hér er því snætt af pappadiskum og drukkið úr plastglösum. Sama hvort það eru gestir eða ekki. Vaska upp? Nei. Ekki að ræða það.“

„Ég var að taka til um daginn. Þá sjaldan. Gróf upp leigusamninginn minn sem ég var búin að sannfæra mig um að væri í gildi til 1.október 2014. Ó, heldur betur ekki. Ég á að vera búin að yfirgefa Breiðholtið í næstu viku.

Eftir talsverðar hjartsláttartruflanir og 400 árangurslaus símtöl í leigusalann vissi ég hvað beið mín. 

Forsíða DV - „Býr í 15 ára gömlum Yaris“. Ég var búin að þræða hverja einustu auglýsingasíðu og ekkert. Jú, sturtulaus íbúð í miðbænum á 100.000 - „sundlaug í næsta nágrenni“. Ég ætti ekki annað eftir. Ég þoli ekki sundlaugar. Frekar þvæ ég mér með þvottapoka í aftursætinu á Yaris. 

Jæja. Þetta fór betur en á horfðist. Í bili. Ég smjaðraði örlítið. Samningurinn rennur því ekki út fyrr en 1.nóvember. Ég ætla að finna mér mann sem á fasteign fyrir þann tíma.“ 

„Þarna er afkvæmið staðsett alla daga. Alltaf. Jæja. Ég á rauðvínslögg í þessum ágæta ísskáp síðan um síðstu helgi. Það er best að svolgra henni í sig sem snöggvast ...“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál