Ef maður hefur gott karma getur allt gerst

Páll Rósínkranz og Margrét Eir.
Páll Rósínkranz og Margrét Eir.

Söngkonan Margrét Eir hefur notið lífsins í sumar og haft það notalegt. Eitt af því sem hún gerði í sumar var að syngja með Páli Rósinkranz og voru þau að gefa út lagið If I needed you eftir Townes Van Zandt. Ég spurði hana spjörunum úr.

Hvað er á döfinni hjá þér í sumar?

Það er búið að vera rólegt í sumar. Smá-söngur inná milli og kennsla. Ég og Páll Rósinkranz höfum líka verið að hittast og syngja soldið saman. Útkoman er dúettinn If I needed you eftir Townes Van Zandt. Það gæti bara vel verið að við gerum eitthvað meira af þessu. Ég verð líka að syngja á Jómfrúnni 9. ágúst. Búin að hafa það ljúft með vinum og fjölskyldu í sumar og gera skemmtilega hluti. Fara í stuttar ferðir, borða góðan mat og róa á nýja kjaknum sem var keyptur í haust – hlaða soldið batteríin.

Hvert er upp­á­halds­landið þitt/borg­in þín?

New York er í algjöru uppáhaldi. Ég bjó þarna um tíma og finnst alltaf gaman að koma þangað. Full af orku og hugmyndum. Þarna er bestu veitingastaðir í heimi og bestu kokteilarnir. Ég á líka góða vini þarna. Sérstaklega hann Will Harrell vin minn sem tekur einstaklega vel á móti manni. Ég og vinkona mín vorum þarna í maí og hann dekraði við okkur. 

Ertu dug­leg­ að elda?

Ég er mjög dugleg að elda. Er alltaf að prufa mig áfram í matargerð. Les mikið af matreiðslubókum. Var að kaupa mér eina í New York sem heitir What Katie ate sem gefur mér fullt af nýjum hugmyndum. Ég elska að elda fyrir manninn minn og vini. Það er mjög oft brunch heima hjá mér. Ommelettur, enskar scones, boost, djúsar eða muffins eða bara eitthvað fallegt. Ég á afmæli 1. ágúst og þá er ég vön að bjóða góðu fólki heim í mat eða nasl. Það er spennandi hvað gerist núna.

Horf­ir þú mikið á sjón­varp eða hlust­ar þú mikið á út­varp?

Nei ég horfi ekki mikið á sjónvarp. Ég fylgist kannski með einhverjum seríum, en það geta liðið margir dagar sem ég kveiki ekki á sjónvarpinu. Við erum með rykfallið apple tv sem er aldrei í notkun. Við eigum fínan plötuspilara sem við notum talsvert mikið og svo er ég farin að hlusta meira og meira á gufuna. Vil helst ekki missa af morgunleikfiminni hjá Halldóru Björns.... er þetta aldurinn??

Áttu gælu­dýr?

Nei... ekki núna

Hvaða flík verða allar konur að eiga í fataskápnum sínum?

Leggings, hvítan/svartan stuttermabol, fallega skyrtu, klassískt sítt pils og litríkan hálsklút... basic klassíska fallega hluti sem hægt er að setja saman við nánast allt.

Hvaða karl finnst þér sætastur?

Hárskeri Almúgans og bassaleikarinn í Thin Jim.... ekki spurning. 

Hver er upp­á­halds­mat­ur­inn þinn?

Góður brunch, humar og hrossalundir 

Borðar þú morg­un­mat?

Jebbs.... Egg, boost, hafragrautur eða grískt jógúrt með smá-múslí og ferskum ávöxtum (breytilegt).

Klukk­an hvað vakn­ar þú á morgn­ana? 08:35

Hver er draum­ur­inn?

Mig dreymir um margt. Sumir draumar hafa þegar ræst og það gefur mér mikla von að þeir sem eru eftir geti líka ræst. Sumir draumar verða líka bara alltaf draumar og það er líka bara allt í lagi. Að eiga drauma þýðir bara að maður sé með gott ímyndunarafl. Að láta þá rætast byggist upp á öðru svo sem dugnaði, heppni og þori og hvernig manneskja maður er. Ef maður hefur gott karma getur allt gerst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál