„Ég tel mig ekki eiga nokkra aðild að þessu máli“

Guðrún Veiga og Geir Ólafsson í þættinum, Nenni ekki að …
Guðrún Veiga og Geir Ólafsson í þættinum, Nenni ekki að elda á isTV.
Matarbloggarinn og sjónvarpskokkurinn Guðrún Veiga, sem heldur úti þættinum Nenni ekki að elda á isTV, mætti í viðtal við Fréttablaðið í síðustu viku. Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Mikael Torfason og Ólafur Stephensen þáverandi ritstjórar Fréttablaðsins lentu upp á kant við útgefandann, Kristínu Þorsteinsdóttur, er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins, vegna viðtalsins. 
Þegar ég hafði samband við Guðrúnu Veigu sagðist hún orðlaus yfir þessum gjörningi. 
„Ég bara veit ekki alveg hvað ég get sagt um þetta allt saman. Ég kom heim um kvöldmat, opnaði tölvuna og sá að Fésbókin mín logaði. Ég tel mig ekki eiga nokkra aðild að þessu máli. Ég svaraði í símann í síðustu viku, ræddi um lífið og tilveruna við fréttamanninn og sjónvarpsþáttinn minn,“ segir Guðrún Veiga stórsöngvarinn Geir Ólafsson var gestur hennar í þættinum. 
Eftir að fréttin birtist í blaðinu var hún sett inn á Vísi.is eins og hefð er hjá 365.
„Heimildir Viðskiptablaðsins herma að Kristín hafi hins vegar fengið því framgengt að blaðamaður á Vísi.is tæki fréttina úr birtingu þar sem hún var talin fjalla á jákvæðan hátt um samkeppnisaðila 365. Fréttamenn tóku eftir því síðar um kvöldið að fréttin hafði verið fjarlægð og birtu hana aftur eina mínútu yfir miðnætti 20. ágúst, þ.e. aðfaranótt fimmtudags. 

Þeir Mikael og Ólafur funduðu með Kristínu um málið á fimmtudag í síðustu viku til að ræða um málið en afskipti Kristínar af fréttaflutningi Vísis var talin brjóta í bága við ritstjórnarreglur 365,“ segir á vef Viðskipablaðsins, vb.is. 

HÉR er hægt að lesa viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu um Guðrúnu Veigu. 

Ólafur Stephensen og Mikael Torfason í gærkvöldi þegar starfsfólk 365 …
Ólafur Stephensen og Mikael Torfason í gærkvöldi þegar starfsfólk 365 kvaddi Ólaf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál