Höfðu ekki hugmynd um að þetta væri verðlaunagripur

Bjarni Ingimar Júlíusson með Gyllta einhyrninginn.
Bjarni Ingimar Júlíusson með Gyllta einhyrninginn. Ljósmynd/Eiríkur S. Hrafnsson

Í gær var sagt frá því á Smartlandinu góða að Gyllta einhyrningnum hefði verið stolið í partíi stafræna vöruhönnunarfyrirtækisins Kolibri. Gyllti einhyrningurinn er mjög virt verðlaun en fyrirtækið fékk þau fyrir hönnun á vef 66°Norður.

„Þeir eru alltaf svolítið að grobba sig þannig að við ákváðum að gera góðlátlegt grín. Við höfðum ekki hugmynd um að þetta væri einhver verðlaunagripur heldur héldum að þetta væri bara lukkudýrið þeirra, segir Hjalti Jakobsson sem í samvinnu við Bjarna Ingimar Júlíusson lét Gyllta einhyrninginn hverfa.

Hjalti er með skrifstofu í sama húsi og Kolibri og segir að grínið hafi verið illa skipulagt.

„Þetta var mjög illa skipulagt. Gripurinn var bara tekinn niður af veggnum, settur undir jakkann og svo var bara hlaupið út með gripinn. Við fórum með hann á skrifstofuna mína og komum svo bara aftur í partíið,“ segir Hjalti.

Aðspurður hvort hann sé mikill grínari segir hann svo ekki vera og kennir Bjarna um þetta allt saman.

„Bjarni er mjög vanur grínari og eitt mesta hrekkjusvín sem ég þekki. Ég er alveg blásaklaus og algert lamb í þessum efnum,“ segir hann og játar að honum hafi stórbrugðið þegar hann sá fréttina um ránið á verðlaunagripnum.

„Ég get staðfest að Gyllti einhyrningurinn er óskemmdur,“ segir hann og upplýsir að verðlaunagripnum verði skilað innan tíðar.

Teymið sem hannaði vef 66°Norður: Stein­ar Ingi Farest­veit, Ólaf­ur Örn …
Teymið sem hannaði vef 66°Norður: Stein­ar Ingi Farest­veit, Ólaf­ur Örn Niel­sen og Bene­dikt D. Valdez Stef­áns­son.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál