Þorðu ekki að syngja lagið sjálf

Bragi Valdimar Skúlason getur vel sungið en hann er höfundur …
Bragi Valdimar Skúlason getur vel sungið en hann er höfundur laganna Mamma þarf að djamma og Það geta ekki allir verið gordjöss. Hann og Brynja Þorgeirsdóttir ákváðu að láta aðra um að syngja lagið um Stafrófið.

„Nei, við þorðum það ekki. Lagið er líka sérstaklega samið með Prófessorinn í huga. Reyndar getur Bragi alveg raulað, til dæmis söng hann í sjónvarpsauglýsingu núna nýverið þó að hann vilji helst ekki viðurkenna það,“ segir Brynja Þorgeirsdóttir þegar hún er spurð að því hvers vegna hún og Bragi Valdimar Skúlason hafi ekki sungið lagið S.T.A.F.R.Ó.F sjálf. Lagið gáfu þau út í tilefni af nýrri Orðbragðsþáttaröð sem hefst á RÚV í haust.

Höfundurinn er Bragi Valdimar Skúlason, sem hefur nú samið þá nokkra hittarana, til dæmis Gordjöss og Mamma þarf að djamma. Hann vonar innilega að þetta lag velti af stalli hinu franskættaða Abésédé. Lagið er flutt af Óttari Proppé, Ágústu Evu Erlendsdóttur & Sigurði Guðmundssyni.

Í laginu eru nokkrar dásamlegar skammstafanir eins og- „Viltu vera memm, JFM?“ og „BDSM í KFUM“.

Jakob Frímann Magnússon eða JFM eins og hann er stundum kallaður var ekki lengi að bregðast við og sagði þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Hér stendur maður andspænis óvæntu tilboði, beint úr munni þokkadísarinnar með silkimjúku röddina sem illmögulegt er að bregðast við með öðru en að grípa dauðahaldi um ökklan á Jesúm, Múhammeð eða L.Ron Hubbard og biðja um styrk! Skreipum fótum stöndum vér nú á svelli freistinganna!“

Myndbandið við lagið er dásamlegt.
Myndbandið við lagið er dásamlegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál