„Það var svolítið erfitt að læra textann“

Jarún Júlía Jakobsdóttir er hér með foreldrum sínum, Jakobi Frímanni …
Jarún Júlía Jakobsdóttir er hér með foreldrum sínum, Jakobi Frímanni Magnússyni og Birnu Rún Gísladóttur. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jarún Júlía Jakobsdóttir, sem er sjö ára, leikur Veru í sjónvarpsþáttaröðinni Hrauninu sem hefst í Sjónvarpinu á sunnudagskvöldið. Jarún Júlía mætti að sjálfsögðu þegar Hraunið var forsýnt í Laugarásbíói ásamt foreldrum sínum, Jakobi Frímanni Magnússyni og Birnu Rún Gísladóttur. Þegar hún er spurð að því hvað hafi verið erfiðast við leikinn segir hún það að læra línurnar utan að.

„Mér er stolið og ég er lítil stelpa sem heitir Vera,“ segir Jarún Júlía þegar hún er spurð að því með hvaða hlutverk hún fari í Hrauninu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jarún Júlía leikur því hún lék í jólaleikriti Skoppu og Skrítlu og Áramótaskaupinu 2013. Auk þess hefur hún sungið á nokkrum tónleikum en hún lærir á píanó og hefur verið í kór.

Þegar hún er spurð að því hvort það hafi ekki verið svolítið erfitt að leika játar hún.

„Það þurfti að taka þetta upp nokkrum sinnum. Það var svolítið erfitt að muna textann.“

Aðspurð að því hvort hún ætli að leggja leiklistina fyrir sig er hún ekki alveg viss.

„Ég er ekki alveg búin að hugsa það,“ segir hún.

Jarún Júlía hefur í nægu að snúast fyrir utan að mæta í skólann eins og öll sjö ára börn þurfa að gera.

„Ég læri á píanó og er í ballet. Eftir áramót ætla ég að byrja í fimleikum,“ segir Jarún Júlía þegar hún er spurð út í tómstundirnar.

Jakob Frímann Magnússon og dóttir hans, Jarún Júlía Jakobsdóttir.
Jakob Frímann Magnússon og dóttir hans, Jarún Júlía Jakobsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál