L'Oréal notar ekkert fótósjopp á Mirren

Helen Mirren, sem er 69 ára, er stórglæsileg í auglýsingaherferðinni.
Helen Mirren, sem er 69 ára, er stórglæsileg í auglýsingaherferðinni. Ljósmynd/LOréal

Snyrtivöruframleiðandinn L'Oréal kynnti nýlega til sögunnar auglýsingaherferð þar sem leikkonan Helen Mirren er í aðalhlutverki. Mirren, sem er 69 ára gömul og stórglæsileg, sýnir fram á það að fegurð hefur engin aldurstakmörk.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem L'Oréal hefur ráðið eldri leikkonu til að standa fyrir vörumerkið en þetta er í fyrsta skipti sem ekki er notast við photoshop í slíkri herferð.

Fyrr á þessu ári sætti fyrirtækið mikilli gagnrýni eftir að svipuð herferð var gerð þar sem hin 68 ára gamla Diane Keaton var í aðalhlutverki. Á myndum virtust miklar breytingar hafa verið gerðar á útliti leikkonunnar, sem gróf undan trúverðugleika herferðarinnar.

Mirren segist ánægð með það að geta komið berskjölduð fram í auglýsingaherferðinni, en heldur því þó fram að hún líti nú bara sæmilega út. „Ég vona að ég geti veitt öðrum konum innblástur svo þær geti fengið meira sjálfstraust með því að gera sem mest úr náttúrulegri fegurð sinni.“

Ekki var notast við Photoshop við gerð herferðarinnar.
Ekki var notast við Photoshop við gerð herferðarinnar. Ljósmynd/LOréal
Ljósmynd/LOréal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál