Fékk slæmt ofnæmi á brúðkaupsdaginn

Myndir af Mail Online. Myndin til vinstri er tekin seint …
Myndir af Mail Online. Myndin til vinstri er tekin seint um kvöldið en myndin til hægri er tekin í sjálfri brúðkaupsveislunni. samsett mynd/ mailonline

Tónlistarkonan Solange Knowles gifti sig um helgina og virtist hafa átt fullkominn brúðkaupsdag en sú var ekki raunin. Solange fékk nefnilega mikið ofnæmi á stóra daginn og þurfti að yfirgefa sína eigin brúðkaupsveislu snemma.

Sem betur fer gerði ofnæmið vart við sig seint um kvöldið þannig að hún gat notið veislunnar í dágóðan tíma. Ofnæmið lýsti sér þannig að Solange steyptist öll út í rauðum útbrotum sem hana hefur eflaust klæjað mikið í. Eins og áður sagði yfirgaf Solange veisluna þegar ofnæmið gerði vart við sig og fór systir hennar, Beyoncé Knowles, með henni í bílinn og gerði tilraun til að fela andlit litlu systur.

Ekki er vitað hvað olli ofnæminu en talsmaður Solange vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður MailOnline hafði samband.

Þrátt fyrir þessi leiðindi þá geislaði Solange á brúðkaupsdaginn þegar hún gekk að eiga leikstjórann Alan Ferguson. Solange klæddist glæsilegum kjól úr smiðju Humberto Leon fyrir Kenzo í athöfninni en fór svo í samfesting eftir brúðkaupið og hjólaði í eigin brúðkaupsveislu.

Beyoncé huldi andlit litlu systur sinnar þegar þær yfirgáfu veisluna.
Beyoncé huldi andlit litlu systur sinnar þegar þær yfirgáfu veisluna. dailymail.co.uk
Solange Knowles fékk hrikalegt ofnæmi á stóra daginn.
Solange Knowles fékk hrikalegt ofnæmi á stóra daginn. dailymail.co.uk
Skjáskot af Instagram-síðu Beyoncé. Brúðkaupsgestir Solange klæddust hvítu.
Skjáskot af Instagram-síðu Beyoncé. Brúðkaupsgestir Solange klæddust hvítu. Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál