Á þvílíkum séns á Benidorm

Snæfríður Ingadóttir er stödd á Benidorm og segir staðinn koma …
Snæfríður Ingadóttir er stödd á Benidorm og segir staðinn koma mjög á óvart.

„Ég hef alveg látið froðudiskótekin eiga sig en hef hinsvegar farið á kajak, í fjallahjólaferð og í fjallgöngu. Það er fullt hægt að gera hérna annað en að vera á djamminu. Benidorm og nágrenni kemur skemmtilega á óvart,“ segir fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir sem er þessa dagana stödd á Bendiorm að viða að sér efni fyrir norðlensku sjónvarpsstöðina N4. 

„Svo hefur maður verið á blússandi séns hérna. Ég hélt ég væri orðin of gömul fyrir þetta en Spánverjarnir eru rosalegir, flauta á eftir manni sí og æ ef eiginmaðurinn, sem er með í för, er ekki við hlið mér. Svei mér þá ef maður yngist ekki bara upp við alla þessa athygli,“ segir Snæfríður hlæjandi.

Árið 2014 hefur verið óvenju viðburðarríkt hjá Snæfríði hvað ferðalög varðar en fyrir rúmu ári síðan skráði hún sig á heimasíðuna homeexchange.com og hefur hún verið afar ötul á síðunni síðan.

„Þegar ég varð fertug ákvað ég að nú skyldi ég ferðast meira. Ég byrjaði árið á Kanarí með fjölskyldunni þar sem við gerðum íbúðaskipti. Eins gerðum við íbúðaskipti á árinu í Ósló og New York. Um jólin erum við að fara aftur til Kanarí þar sem við höfum gert íbúðaskipti í rúman mánuð og svo erum við búin að bóka íbúðaskipti á Sardiníu á næsta ári. Þessi ferðamáti er algjör snilld,“segir Snæfríður.

Snæfríður Ingadóttir ásamt Matthíasi Kristjánssyni eiginmanni sínum og dætrunum þremur.
Snæfríður Ingadóttir ásamt Matthíasi Kristjánssyni eiginmanni sínum og dætrunum þremur.
Snæfríður á kajak á Benidorm.
Snæfríður á kajak á Benidorm.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál