Finnst jólaskraut oft allt of mikið drasl

Linda Björg Árnadóttir og Bubbi Morthens sameinuðu krafta sína í …
Linda Björg Árnadóttir og Bubbi Morthens sameinuðu krafta sína í þessu verkefni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Linda Björg Árnadóttir hönnuður og einn af eigendum Scintilla hannaði jólaóróa til styrktar fötluðum börnum og ungmennum fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra ásamt tónlistarmanninum Bubba Morthens. Linda Björg segir að viðfangsefnið hafi verið afmarkað.

„Við fengum einn af íslensku jólasveinunum til að vinna með og við völdum okkur giljagaur. Ég vildi hafa þetta í Scintilla stíl þannig að ég útfærði Giljagaur í þeim stíl. Teikningin vitnar aðeins í grafíkina sem er í plakötunum okkar og er aðeins „tætt“,“ segir hún.

Aðspurð að því hvernig samstarf hennar og Bubba hafi verið segir hún það hafa verið gott.

„Ég þekkti hann ekkert mjög vel áður. Hann er mjög krefjandi einstaklingur sem að liggur ekki á skoðunum sínum sem að mér líkar vel.“

Ertu mikið jólabarn sjálf?

„Já, ég hef alltaf verið mikið jólabarn og það eiginlega versnar með aldrinum. Ég er hins vegar alltaf mjög uppteki í desember og get því ekki notið þess að dunda mér heima við að skreyta og baka en það kemur að því!“

Hvað gerir þú til að aðventuna sem notalegasta? „Ég baka smákökur með dætrum mínum og svo skreyti ég aðeins. Ég á samt í erfiðleikum með að finna jólaskraut sem mér líkar en þetta er ótalegt drasl þarna úti. Ég hef mikinn áhuga á jólaskrauti og stefni á að gera Scintilla jólatextíl og jólaskraut í framtíðinni.“

Hverjar eru þínar jólahefðir? „Æ ég hef kannski vanrækt hefðirnar því það hefur mikið verið að gera og ég hef everið mikið á ferðinni. Ég baka smákökur og ég geri ráð fyrir að borða hamborgarahrygg. Það vilja börnin. Annars er bara mikilvægast að njóta samvistanna við börnin og eiga með þeim gæðastundir.“

Er eitthvað sem þú borðar í desember sem þú myndir annars ekki láta ofan í þig? „Já, það kemur fyrir að ég borði hangikjöt en það læt ég annars ekki ofan í mig.“

Leggur þú mikinn metnað í jólaföt? „Já fyrir börnin mín en ekki fyrir mig. Ég kaupi mér sjaldnast eitthvað nýtt fyrir jólin. Er bara í einhverju gömlu og góðu.“

Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að klæðast um jólin? „Já ætli ég verði ekki í fallegum svörtum síðkjól sem ég hef ekki notað í svona 3 ár en hann er mjög fínn.“

Linda Björg Árnadóttir og Bubbi Morthens.
Linda Björg Árnadóttir og Bubbi Morthens.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál