Katrín ranghvolfdi augunum og flissaði

Katrín ranghvolfði augunum þegar umsjónarkonan skipaði henni fyrir.
Katrín ranghvolfði augunum þegar umsjónarkonan skipaði henni fyrir. youtube.com

Katrín, hertogaynja af Cambridge, heimsótti New York-borg ásamt Vilhjálmi eiginmanni sínum á dögunum. Þau sóttu ýmsa viðburði og létu gott af sér leiða. Meðal þess sem þau gerðu var að aðstoða við að pakka inn jólagjöfum á félagsheimili í Harlem fyrir börn sem minna mega sín. Katrín stóð sig vel en stoppaði þó einu sinni til að spjalla við konu sem var einnig önnum kafin við að pakka inn gjöfum. Konunni sem hafði umsjón með innpökkuninni leist illa á hangsið í Katrínu og sagði henni að halda sig að verki.

„Haltu áfram að pakka,“ á umsjónarkonan að hafa sagt við Katrínu. Atvikið náðist á myndband en þar má sjá Katrínu snúa sér við, ranghvolfa augunum og flissa. Katrín er eflaust ekki vön því að láta annað fólk skipa sér fyrir en hún tók þessu vel og brosti svo til konunnar.

Myndbrotið, sem birtist á heimasíðu SkyNews, er virkilega skemmtilegt.

Vilhjálmur og Katrín heimsóttu New York-borg á dögunum.
Vilhjálmur og Katrín heimsóttu New York-borg á dögunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál