Áramótaheitið var að segja nei

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
„Árið var í hreinskilni sagt virkilega gott, fjölbreytt, skemmtilegt og ég er sátt við árið í heildina,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðinemi.

Hvað stendur upp úr? „Persónulega voru það tækifærin sem ég fékk á árinu, að fá að prófa að setjast í sett á móti Össuri í Mín skoðun og rökræða pólitík, að fá vinnu sem mig hafði dreymt um og að fá tækifæri til að deila lífsreynslu minni í þættinum Prófíl.“
Hver var hápunktur ársins? „Útskrift systur minnar úr menntaskóla. Gleðidagarnir gerast varla betri og stolt mitt var óendanlegt.“

Hver var lágpunktur ársins? „Erfiðustu dagar ársins eru þeir dagar sem ég saknaði mömmu minnar hvað mest. Það eru þó einnig dýrmætir dagar.“

Strengdir þú áramótaheit og stóðstu við það? „Já, áramótaheitið mitt var að segja nei við verkefnum sem mig langaði ekki að taka að mér og einbeita mér að því sem gæfi mér meira. Það gekk erfiðlega í byrjun, en ég vann í því og stóð heldur betur við það. Geng mjög sátt frá árinu.

Hvað kenndi 2014 þér? „Kenndi mér að ég get valið mér þá leið sem ég vil lifa lífinu og að þurfa ekki að fara í kapphlaupi í gegnum lífið. Hver dagur er dýrmætur og það er eins gott að velja vel hvað maður tekur að sér. Ég nýt lífsins einfaldlega betur.“
Ætlar þú að strengja áramótaheit fyrir 2015? „Já, það ætla ég að gera, þótt ég eigi eftir að útfæra þau betur. En ég er vön að setja mér mánaðarleg markmið, svo það mun ekki vefjast fyrir mér að setja mér áramótaheit.“

Hverjar eru vonir þínar og vætingar fyrir 2015? „Að halda áfram að njóta lífsins og gera það sem ég nýt best, útskrifast með BA í lögfræði og fara utan í skiptinám.“
Áslaug Arna var í lögreglunni síðasta sumar.
Áslaug Arna var í lögreglunni síðasta sumar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál