Bjóst ekki við að vera „étin“ á samfélagsmiðlum

Jóna Ósk Pétursdóttir höfundur bókarinnar Frábær eftir fertugt.
Jóna Ósk Pétursdóttir höfundur bókarinnar Frábær eftir fertugt. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Undanfarna daga hef ég verið „étin“ á samfélagsmiðlum. Ég vogaði mér að tjá mig um tilfinningar mínar og fékk í kjölfarið holskeflu af leiðindum yfir mig. Hef ég verið kölluð öllum illum nöfnum. Aldrei hefði ég trúað að pistill sem skrifaður var í kaldhæðni og hálfgerðu gríni yrði svona umdeildur. Grínið sneri fyrst og fremst að mér, konu á miðjum aldri á breytingaskeiði, sem er viðkvæm fyrir ótrúlegustu hlutum, hvað þá við stórafmæli,“ segir Jóna Ósk Pétursdóttir, pistlahöfundur á Smartlandi Mörtu Maríu, en í vikunni skrifaði hún pistil um „Ömurlegustu afmælisgjöfina“ og fékk holskefluna yfir sig í kjölfarið.

„Fólkið þarna úti hefur engan áhuga á að vita hvað býr að baki, og það er ekkert hugsað hvað eða hvort ég hef gengið í gegnum eitthvað í lífinu. Ég hljóti bara að vera svona ógeðslega klikkuð, frek, heimsk ... og þar fram eftir götunum,“ segir hún.

Jóna Ósk segir að hún sé logandi hrædd við krabbamein og það hafi bara ekkert með það að gera.

„Málið er að ég er logandi hrædd við krabbamein. Alveg skíthrædd. Ég fer reglulega í allar skoðanir og læt fylgjast vel með mér. Því miður lenti ég líka í því fyrir nokkrum árum að frumubreytingar fundust í brjósti. Við það var ég sett í séreftirlit sem þýddi sérskoðanir á brjóstum, myndatökurnar góðu, segulómun og einnig sýnatöku. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef farið í skoðun á Leitarstöðina vegna þessa. Svo í fyrrasumar fundust krabbameinsfrumur hjá mér á bringunni við brjóst. Ég fór í litla aðgerð og vonandi, já vonandi, náðist allt, en það veit ég ekki enn þar sem ég fer í enn eina eftirskoðunina á næstu vikum.

Þessi „gjöf“ frá Bláa naglanum hitti því afar illa á mig við fimmtugsafmælið mitt. Ef þeir hefðu bara haft vit á því að senda mér þetta aðeins seinna og ekki blanda stórafmælinu mínu inn í það hefði ég verið alveg sátt.“

Jóna Ósk Pétursdóttir.
Jóna Ósk Pétursdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál