Nanna Kristín tekur rauða dregilinn með stæl

Nanna Kristín Magnúsdóttir hér fyrir miðju á tökustað.
Nanna Kristín Magnúsdóttir hér fyrir miðju á tökustað.

Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi, er þessa stundina stödd á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þar sem hún ætlar að vera viðstödd sýningu á stuttmynd sinni, Tvíliðaleik, sem tekur þátt í Nordic Light-sýningarröð hátíðarinnar. Á sömu hátíð verður kvikmyndin París norðursins sýnd en þar lék hún eitt af aðalhlutverkunum. Á kvikmyndahátíðinni verður auðvitað rauður dregill og fær Nanna Kristín að upplifa stjörnulífið í sinni tærustu mynd.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir rauða dregilinn? „Ég anda djúpt og nýt hverrar mínútu.“

Í hverju ætlar þú að vera? „Ég ætla að vera í íslenskri hönnun frá toppi til táar. Í fötum frá Kron Kron og mun punta mig með skartgripum frá Breki Design.

Aðspurð hver sé með henni segist hún vera ein með Tvíliðaleik en Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Parísar norðursins. verði einnig staddur á frumsýningu hennar á hátíðinni.

Ertu vongóð um að myndirnar fái verðlaun? „Stuttmyndaflokkur hátíðarinnar er ekki keppnisflokkur heldur eru valdar áhugaverðustu stuttmyndir Norðurlanda að mati fulltrúa hátíðarinnar. Hins vegar mun París norðursins, undir leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, taka þátt í keppninni um Drekaverðlaunin (Dragon Award). Hún er ein af átta norrænum myndum sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun, en verðlaunaféð er ein milljón sænskra króna og er það víst ein hæsta upphæð sem hægt er að vinna á kvikmyndahátíðum heimsins.“

Leikkonan Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverki sínu.
Leikkonan Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverki sínu.

Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fara í svona ferð? „Það er alltaf gagnlegt og gaman að fara á kvikmyndahátíðir þar sem í boði er mikið úrval kvikmynda. Sem kvikmyndagerðarmaður mun ég nýta mér það í botn. Mér þykir það heiður að fyrsta mynd mín er valin á stórhátíðir. Því er það dýrmæt reynsla og frábært tækifæri að taka þátt í hátíð af þessu tagi.“

Svandís Dóra Einarsdóttir í hlutverki sínu.
Svandís Dóra Einarsdóttir í hlutverki sínu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál