Í stjörnufansi í Gautaborg

Nanna Kristín og Liv Ullmann spjölluðu saman eftir sýningu myndarinnar …
Nanna Kristín og Liv Ullmann spjölluðu saman eftir sýningu myndarinnar Miss Julie.
Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er stödd í Gautaborg þar sem hún frumsýndi mynd sína, Tvíliðaleik, á kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir.
„Móttökurnar voru yndislegar og var ég mjög stolt að vera í hópi þeirra sjö mynda sem voru valdar þær áhugaverðustu á Norðurlöndum,“ segir Nanna Kristín. Sama kvöld var henni boðið á frumsýningu myndarinnar Miss Julie eftir Liv Ullmann. Handritið byggist á leikriti Strindbergs.

„Eftir myndina gafst mér tækifæri til að ræða við Liv Ullmann. Hún hvatti mig áfram sem leikkonu og handritshöfund sem er að bæta við sig leikstjórn. Ráðin frá henni mun ég svo sannarlega nýta mér. Enda er hún íkon í kvikmyndasögunni, kona sem veit hvað hún syngur og ber að hlusta á,“ segir Nanna Kristín.
Nanna Kristín Magnúsdóttir í rauðum kjól frá Kron Kron þegar …
Nanna Kristín Magnúsdóttir í rauðum kjól frá Kron Kron þegar hún kynnti mynd sína, Tvíliðaleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál