Sigmundur Ernir dagskrárstjóri á nýrri sjónvarpsstöð

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir verða bæði að vinna …
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir verða bæði að vinna á Hringbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Ernir Rúnarsson er ritstjóri og dagskrárstjóri á nýrri sjónvarpstöð sem heitir Hringbraut og fer í loftið um miðjan febrúar. Í fréttatilkynningu frá Hringbraut segir að um fjölbreyttan og ókeypis sjónvarps- og vefmiðill sé að ræða sem leggur áherslu á kraftmikla og upplýsandi umræðu um þjóðmál, menningu, heimili, heilsu og lífsstíl.

„Miðlinum er ekki síst ætlað að vera hringiða uppbyggilegra skoðanaskipta um þjóðfélagsumbætur fyrir heimili og fyrirtæki í landinu þar sem umburðarlyndi, víðsýni og jafnrétti eiga að vera leiðarstef í öllum skrifum og þáttagerð, ásamt hlutlægni og mannvirðingu,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu.

Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN verður með þátt á Hringbraut.
Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN verður með þátt á Hringbraut. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson


Sigmundur Ernir verður ekki einn því fjölmargar þekktar kanónur úr fjölmiðlaheiminum munu vera með þætti og pistla á Hringbraut. Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri verður með þátt á stöðunni og þar verður líka Margrét Marsteinsdóttir fyrrverandi dagskrárstjóri á RÚV, Rakel Garðarsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN.

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg

Á meðal pistlahöfunda er Þorsteinn Pálsson, Valgerður Sverrisdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Helgi Hjörvar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Margrét Kristmannsdóttir og Daði Már Kristófersson, svo nokkrir séu nefndir.

Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson. mbl.is/RAX

Framkvæmdastjóri Hringbrautar er Guðmundur Örn Jóhannsson sem jafnframt er aðaleigandi miðilsins. Tæknistjóri er Sverrir Karlsson og framleiðslustjórn annast Elín Sveinsdóttir. Útsending Hringbrautar hefst nú um miðjan febrúar á rásum 7 hjá Símanum og 25 á Vodafone og vefmiðillinn hefur göngu sína viku síðar. Höfuðstöðvar félagsins eru að Sundagörðum 2 í Reykjavík.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál