„Þau eiga þó ekki að vera köld kvennaráðin“

Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN verður með þátt á Hringbraut.
Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN verður með þátt á Hringbraut. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

„Það er auðvitað ekki hægt að hafna svona spennandi tilboði frá slíkum reynsluboltum og ég hlakka til að fara af stað. Ég held að spjallþáttur af þessu tagi fari vel með starfi mínu sem ritstjóri og þetta ætti að geta stutt hvað annað. Ég tala við áhugavert fólk allan daginn, alla daga og nú verður það bara líka á öðrum vettvangi,“ segir Björk Eiðsdóttir, ritstjóri tímaritsins MAN, sem verður með vikulegan þátt á nýrri sjónvarpsstöð sem heitir Hringbraut. Sigmundur Ernir Rúnarsson er dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar. Þátturinn sem Björk mun stýra á stöðinni heitir Kvennaráð.

„Nafn þáttarins, Kvennaráð, lýsir kannski aðeins því sem ég ætla að gera, þau eiga þó ekki að vera köld kvennaráðin heldur stefni ég á að taka fyrir spennandi málefni og fá gott fólk til að ræða þau við mig. Ef vel tekst til ætti þátturinn því að skilja eitthvað nýtt eftir hjá áhorfandanum og vonandi skemmta honum í leiðinni,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál