Kampavínsþyrla fyrir 250.000 krónur

Gunnar Traustason er hér lengst til hægri en hann er …
Gunnar Traustason er hér lengst til hægri en hann er framkvæmdastjóri G-events.

Kampavínsþyrla frá g-events er ein af þeim þjónustum sem Íslendingar eru farnir að notfæra sér í meiri mæli. Þegar fyrirtækið var stofnað fyrir þremur árum voru það aðallega útlendingar sem störfuðu hjá erlendum fyrirtækjum sem nýttu sér þjónustuna en nú er íslenski markaðurinn að taka við sér. Gunnar Traustason framkvæmdastjóri g-events segir að það sé bjartara yfir fólki og að kampavínsþyrlan skapi ógleymanlega stemningu.

„Kampavínsþyrlan gengur út á það að enginn í hópnum hefur vitneskju um komu hennar. Yfirleitt er það þannig að hópur er staddur úti á landi þegar þyrla kemur fljúgandi, lendir og þá hópast fólk út, út úr þyrlunni stíga kampavínsþjónar og færa fólkinu drykk og síðan hverfur þyrlan á braut. Það sem er mest heillandi við þetta er hvað þetta er spontant og mikið „surprise“,“ segir Gunnar.

Gunnar segir að það fari eftir hvað hópurinn er stór hversu stór þyrla kemur og hvað það stíga margir kampavínsþjónar út úr henni. „Við myndum aldrei vera í korter að hella í glösin því þá er þessi „surprise“ factor farinn,“ segir hann.

Þegar Gunnar er spurður að því hvað svona sending kosti segir hann það afar misjafnt, það fari eftir staðsetningu og stærð hópsins. Eftir að hafa rakið úr honum garnirnar segir hann að verðið fari þó aldrei undir 250.000 krónur.


Aðspurður að því hvort það sé stór markaður fyrir kampavínsþyrluþjónustu segir hann hópinn fara sístækkandi.

„Það er markaður fyrir þetta og hann er að stækka. Ég byrjaði með þessa vöru fyrir tveimur árum og fékk svolítil viðbrögð þó aðallega frá erlendum fyrirtækjum. Nú er ég byrjaður að fá svona fyrirspurn frá íslenskum fyrirtækjum. Það er meiri bjartsýni ríkjandi,“ segir hann. 

Ertu að segja að 2007 sé komið aftur?

„2007 er ekki komið aftur en við finnum fyrir aukinni bjartsýni og ég held við séum að sigla í rétta átt. Kreppa er huglæg líka.“

Gunnar þekkir skemmtanabransann inn og út en hann átti Apótekið um tíma og skemmtistaðinn Esju.

„Það hjálpar mjög mikið að búa yfir reynslu úr skemmtanabransanum,“ segir hann.

Kampavínsþyrlan mætt.
Kampavínsþyrlan mætt.
Bollinger er alltaf jafnhressandi.
Bollinger er alltaf jafnhressandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál