Dreymdi um að komast á Edduna 1999

Hildur Eir Bolladóttir og Guðfinnur Sigurvinsson.
Hildur Eir Bolladóttir og Guðfinnur Sigurvinsson. Ljósmynd/Eddan

Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og Guðfinnur Sigurvinsson eða Guffi eins og hann er kallaður, fyrrverandi sjónvarpsmaður og núverandi upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun, eru búin að vera vinir síðan þau voru 16 ára. Árið 1999 héngu þau á Kaffi Karólínu á Akureyri og lásu Séð og Heyrt upp til agna. Eftirlæti þeirra var Edduverðlaunablaðið. Þau grunaði ekki þarna um árið að þau ættu eftir að komast saman á Edduna en það gerðist um síðustu helgi.

Þegar Smartland Mörtu Maríu hafði samband við Hildi Eir sagði hún að þetta væri gamall menntaskólahúmor.

„Guffi bauð mèr sem sínu deiti í ljósi þess að þegar við vorum í MA þá láum við stundum upp i sófa og skoðuðum Sèð og Heyrt og veltum fyrir okkur svona mannfögnuðum og skyldum ekkert í því að við værum ekki á staðnum eins miklir menningarvitar. Við upplifðum okkur þá vera og þá sagði Guffi stundum við mig Hildur mín okkar tími kemur og svo brjáluðumst við úr hlátri. Við höfum verið bestu vinir frá því við vorum 16 ára og á þeim aldri lásum við ljóð fyrir hvort annað, ræddum um gamla forseta og hlustuðum á Ellý Vilhjálms og Villa Vill, ss tvær gamlar sálir og örlaganördar,“ segir Hildur Eir og bætir við: 

„Eiginmaður Guffa var vant við látinn og þess vegna bauð Guffi gömlu vinkonu sinni með og við duttum aftur í menntaskólagírinn og vorum í kasti allt kvöldið ásamt því að gleðjast með vinningshöfum. Við vorum í kasti allt kvöldið yfir hvort öðru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál