Tyson-kjólinn besti minjagripurinn

Manuela Ósk Harðardóttir er á leið til Parísar.
Manuela Ósk Harðardóttir er á leið til Parísar.

Manuela Ósk Harðardóttir nemi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands er með puttana á púlsinum og veit hvaðan hún er að koma og hvert hún er að fara. Ég spurði hana spjörunum úr.

Hvað er það sein­asta sem þú keypt­ir þér og elskaðir?

Rapid Lash fyrir augnhár og augabrúnir - en ég er nýbyrjuð að setja þetta á mig áður en ég fer að sofa og ég er ekki frá því að ég sjái smá mun. Svo var ég að kaupa mér svarta Adidas Superstar skó í Kaupfélaginu - sem ég er pínu sjúk í.

Í hverju ætl­ar þú að fjár­festa næst?

Ég er að fara til Parísar á morgun á tískuvikuna og þar ætla ég að nota tækifærið og fjárfesta í efnum til að nota í sýningunni minni - en við nemendur á 2.ári í fatahönnun LHÍ höldum okkar fyrstu sýningu þann 9.apríl. Það er mjög spennandi!

Hver er ógleym­an­leg­asti staður sem þú ferðaðist til á sein­asta ári?

Palm Springs - þegar ég fór á Coachella tónlistarhátíðina í april í fyrra - og tískuvikurnar í París gleymast aldrei.

Hver er besti minja­grip­ur sem þú hef­ur tekið með þér úr ferðalagi?

Rauður Versace kjóll sem ég kom með heim frá New York árið 2002.

Hvaða hlut mynd­ir þú aldrei láta frá þér?

Ég er blessunarlega ekki það tengd dauðum hlutum að það sé eitthvað sem ég myndi aldrei láta fra mér - það eru svolítið stór orð. Ég á samt eitt úr sem ég held mikið upp á og þætti leitt að missa - og málverk sem ég erfði eftir pabba minn sem lést þegar ég var ungabarn.

Sein­asta máltíð sem þú naust virki­lega að borða?

Ég átti virkilega huggulega stund með Óla Bogga vini mínum um daginn - en hann bauð mér í hádegismat á nýja Apotekið. Virkilega flottur staður og góður matur.

Hver er sá munaður sem þú gæt­ir aldrei sleppt?

Enn og aftur, þá er ekkert sem ég gæti ekki sleppt - en það eru fullt af hlutum sem mer þætti leiðinlegra að sleppa en öðrum. Nuddið hjá Unnari á Nordica er ofarlega á listanum.

Hver er sein­asti auka­hlut­ir sem þú keypt­ir þér?

Ég keypti mer virkilega fallega sparitösku í New York i janúar. Hún fær einmitt að fara með mer til Parísar a morgun.

Upp­á­halds snyrti­vara?

Tom Ford Oud Wood ilmvatnið mitt og Mystic Tan andlitsspreyið sem fæst í Nyx.

Upp­á­halds smá­for­rit?

Instagram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál