Salka Sól hættir hjá RÚV

Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís eru kynnar keppninnar.
Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís eru kynnar keppninnar. Skjáskot af Rúv.is

Nýjasta stjarnan á skjánum, Salka Sól Eyfeld, sem hefur skinið skært á RÚV í vetur ætlar að hætta og snúa sér að öðru.

Í Fréttatímanum í dag segist hún hafa fengið tilboð frá leikaranum Gísla Erni Garðarssyni sem oft er kenndur við Vesturport um að sjá um tónlistina og hanna hljóðheim fyrir sýninguna Hróa Hött.

„Nú er ég að fara að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um, sem er að fara í leikhúsið. Ég fékk símtal frá Gísla Erni Garðarssyni sem er að fara að setja upp Hróa hött í Þjóðleikhúsinu næsta haust, og vildi fá mig til þess að sjá um tónlistina og allan hljóðheim sýningarinnar,“ segir Salka í viðtalinu við Fréttatímann.

Salka Sól hefur bæði verið á Rás 2 og í sjónvarpinu en hún hefur séð um þáttinn Hanastél með Dodda litla og svo leysti hún af með glans í þættinum Virkir morgnar síðasta sumar.

Salka Sól á sviði með RVK SOUNDSYSTEM.
Salka Sól á sviði með RVK SOUNDSYSTEM. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál